„Hrafn Oddsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q606401
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Hrafn Oddsson''' (um [[1225]] – [[22. nóvember]] [[1289]]) var íslenskur [[goðorðsmaður]], [[hirðstjóri]] og [[riddari]] á [[Sturlungaöld]].
 
Hrafn var af ætt [[Seldælir|Seldæla]], elsti sonur [[Oddur Álason|Odds Álasonar]] á Söndum, sem [[Órækja Snorrason]] drap, og konu hans Steinunnar, dóttur [[Hrafn Sveinbjarnarson|Hrafns Sveinbjarnarsonar]]. Hann bjó fyrst á [[Hrafnseyri|Eyri í Arnarfirði]] en síðar á [[Sauðafell]]i, í [[Stafholt]]i og seinast í [[Glaumbær (bær)|Glaumbæ]] í Skagafirði]]. Hann var í liði [[Þórður kakali Sighvatsson|Þórðar kakala]] í [[Flóabardagi|Flóabardaga]] og var á skipi með [[Dufgussynir|Svarthöfða Dufgussyni]], mági sínum.
 
Hann kvæntist Þuríði (um [[1228]] – [[1288]]), dóttur [[Sturla Sighvatsson|Sturlu Sighvatssonar]] og [[Solveig Sæmundardóttir|Solveigar Sæmundardóttur]] árið [[1245]] og settust þau að á Sauðafelli í Dölum. Þá var [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeinn ungi]] fallinn frá, Þórður kakali hafði náð völdum og Hrafn gat fengið hluta af mannaforráðum Sturlu í Dalasýslu. Þegar Þórður fór til Noregs 1250 skipti hann umsjón með veldi sínu á milli stuðningsmanna sinna og réðu þeir Hrafn, [[Sturla Þórðarson]] og [[Þorleifur Þórðarson]] í [[Garðar á Akranesi|Görðum]] fyrir Vesturlandi. Þegar [[Þorgils skarði Böðvarsson|Þorgils skarði]] kom til landsins [[1252]] kom til átaka um völd á milli hans, Hrafns og Sturlu.