„Guðrún Björnsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Martopa (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
bætti við fæðingar- og dánarári eiginmanns hennar, auk þess að laga eina innsláttarvillu (bil í rausnarleg)
Lína 1:
[[Mynd:Guðrún-Björsndóttir.png|thumb|right|Guðrún Björnsdóttir]]
'''Guðrún Björnsdóttir''' (f. [[27. nóvember]] [[1853]] að [[Eyjólfsstaðir á Völlum|Eyjólfsstöðum á Völlum]] d. [[11. september]] [[1936]] í [[Reykjavík]]) var íslenskur stjórnmálamaður og baráttukona fyrir [[kvenréttindi|kvenréttindum]]. Guðrún sat á árunum 1908 til 1914 í [[bæjarstjórn Reykjavíkur]]. Foreldrar Guðrúnar voru Björn Skúlason, umboðsmaður og bóndi, og kona hans Bergljót Sigurðardóttir. Guðrún var gift Lárusi Jóhannessyni (1858-1888), presti.
 
== Uppvöxtur og fjölskylda ==
Lína 10:
Guðrún þótti bæði mikil glæsikona og kvenskörungur. Í minningargrein um hana sem birtist í [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] 18. september 1936 sagði:
 
:Frú Guðrún var sögð mikil fríðleikskona í æsku sinni og alla tíð var hún svipmikil kona og fyrirmannleg og auðþekt hvar sem hún fór. Hún var harngóð kona og vinföst og rausn arlegrausnarleg búkona. Hún var ör kona og ákaflynd nokkuð og mesta málafylgjukona, og ljet mörg mál til sín taka, þegar hún var í broddi lífsins. ... Með frú Guðrúnu er fallin í valinn kona, sem var í senn stórbrotin kona í gömlum stíl og ein af brautryðjendum hinna nýju kvenrjettinda í landinu.<ref>[http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1231771 Minningargrein um Guðrúnu Björnsdóttur], Morgunblaðið 18. september 1936, bls. 7.</ref>
 
Guðrún stóð framarlega í kvenréttindabaráttu fyrstu áratugi 20. aldarinnar og var einn stofnenda [[Kvenréttindafélag Íslands|Kvenréttindafélags Íslands]]. Guðrún var ein af þeim konum sem [[Kvennaframboð í Reykjavík 1908-1916|fyrstar voru kosnar í bæjarstjórn Reykjavíkur]], en ásamt henni voru [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir]], [[Þórunn Jónassen]] og [[Katrín Magnússon]] kosnar í bæjarstjórn árið 1908. Guðrún sat í bæjarstjórn árin 1908 til 1914. Í bæjarstjórn beindist áhugi hennar mest að heilbrigðismálum og fræðslumálum. Sérstaklega beitti hún sér fyrir jafnréttismálum, fræðslumálum kvenna og jafnrétti þeirra til embætta. Guðrún barðist meðal annars fyrir stofnun Námsstyrktarsjóðs kvenstúdenta.