„Chongqing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Um efnahag borgarinnar
Dagvidur (spjall | framlög)
Um samgöngur borgarinnar
Lína 8:
[[Mynd:Yuzhong.png|alt=Landakort af legu Chongqing borgar (rauðmerkt) innan Chongqing borgarhéraðsins.|thumb|Chongqing borg (rauðmerkt) innan Chongqing borgarhéraðsins.]]
 
Chongqing er staðsett í suðvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Auk [[Sichuan]] í vestri liggur sveitarfélagið við héruðin [[Shaanxi]] í norðri, [[Hubei]] í austri, [[Hunan]] í suðaustri og [[Guizhou]] í suðri.
 
Þegar borghéraðið var skilið frá [[Sichuan]] var allur austurhluti þess (um 82.000 ferkílómetrar eða u.þ.b. stærð Austurríkis) með aðliggjandi sveitum og borgum, felldur inn í sveitarfélagið sem stækkaði mjög að landsvæði og íbúafjölda.
 
Lína 64 ⟶ 65:
 
Þessar endurbætur innviða hafa leitt til fjölmargra erlendra fjárfestinga í atvinnugreinum allt frá bílum til smásölu og fjármögnunar. Þannig eru í borghéraðinu fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við bílaframleiðendurna Ford og Mazda, smásölukeðjurnar Wal-Mart, Metro AG og Carrefour, og fjármálafyrirtæki á borð við HSBC, Standard Chartered Bank, Citibank, Deutsche Bank, ANZ Bank, og Scotiabank.
==Samgöngur ==
Frá því að Chongqing var gert að sjálfstæðu borghéraði árið 1997 hefur verið ráðsit í verulega uppbyggingu allra innviða og samgöngumannvirkja. Með byggingu járnbrauta og hraðbrauta til austurs og suðausturs er Chongqing orðin aðalsamgöngumiðstöð í suðvesturhluta Kína.
Járnbrautarkerfi Chongqing þróaðist einnig hratt eftir árið 1949. Lagningu járnbrautar á milli Chongqing og [[Chengdu]] borgar lauk árið 1952. Chengdu-Baoji járnbrautin, sem lögð var fjórum árum síðar, tengir borgina við allt norðvestur Kína, sem og við [[Wuhan]] borg í [[Hubei]] héraði. Chongqing-Xiangfan járnbrautin tengir einnig borgina beint við Wuhan. Járnbrautin á milli Chongqing og Guiyang tengir ekki aðeins Chongqing við [[Guizhou]] hérað í suðri og sameinast öðrum járnbrautum í [[Yunnan]] og [[Guangxi]] við víetnamsku landamærin. Nýlokið er lagningu járnbrauta frá Chongqing til [[Huaihua]] veitir beinan aðgang til [[Hunan]] héraðs og tengist til [[Guangxi]] héraðs.
Chongqing nú miðstöð umfangsmikils þjóðvegarnets. Helstu leiðir liggja suður til Guiyang, norðaustur til Wanzhou og norðvestur til Chengdu.
[[Jangtse]] fljót og [[Jialing]] fljót eru mikilvægar samgönguæðar fyrir Chongqing. Allt frá fimmta áratug síðustu aldar hefur verið ráðist í umfangsmikla dýpkun, hreinsun gróðurs til að gera skipugengd á Jangtse auðveldari og öruggari. Þá hefur bygging [[Þriggja gljúfra stíflan|„Þriggja gljúfra stíflu“]], stærsta fallorkuvirkjun heims, gert skipaflutninga frá hafi á Jangtse fljóti til Chongqing mun auðveldari. Nú geta 3.000 tonna hafskipum siglt upp Jangtse til hafna í Chongqing.
Megin flughöfn borghéraðsins er [[Chongqing Jiangbei alþjóðaflugvöllurinn]] sem opnaður var 1990 og er staðsettur um 21 kílómetra norður af miðborg Chongqing og þjónar sem mikilvæg flugmiðstöð fyrir suðvesturhluta Kína. Flugvöllurinn býður upp á bein flug til stærri borga Kína, Suðaustur-Asíu, Miðausturlanda, Norður-Ameríku og Evrópu. Hann er safnvöllur fyrir flugfélögin China Southern Airlines, Chongqing Airlines, Sichuan Airlines, China Express Airlines, Shandong Airlines og China West Air.
Eftir 1949 jókst verulega notkun á reiðhjólum, rútum og mótorhjólum í borginni. Sporvagnar hafa lengi verið nýttir fyrir samgöngur í borginni. Byggðar hafa verið 31 brú yfir [[Jangtse]] fljót. Snemma á 21. öld hafa reiðhjól vikið fyrir umferð bifreiða og mótorhjóla. Borgin byrjaði einnig að þróa og byggja upp [[Snarlest|snarlestarkerfi]] árið 2005.
 
 
{{Stubbur|landafræði}}
{{Stjórnsýslueiningar í Alþýðulýðveldinu Kína}}