„Menntaskólinn við Hamrahlíð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Plotthundur (spjall | framlög)
Plotthundur (spjall | framlög)
Lína 70:
 
'''Beneventum'''
Beneventum er opinbera blað skólans og er gefið reglulega út eitt stórt Beneventum í lok hvers árs ásamt því að gefa einnig út Busabene, málgagn ætlað busum í þeim tilgangi að skemmta og fræða þá um MH og starf nemendafélagsins.
 
'''Lagningadagaráð'''
Lagningardagaráð sér um og skipuleggur lagningardaga í árshátíðarviku MH á vorönn. Lagningardagar eru vinnudagar nemenda og kennara þar sem hefðbundið skólastarf er brotið upp. Þar er boðið upp á fjölda fyrirlestra, danskennslna, matreiðslunámskeiða og uppistanda svo fátt eitt sé nefnt.
 
'''Óðríkur Algaula'''
Óðríkur Algaula er lagasmíðakeppni NFMH sem haldin er á haustönn. Ráðið sér einnig um að halda söngkeppni skólans á vorin.
 
'''Mímisbrunnur'''
Mímisbrunnur er tengiliður nemendafélagsins við [[Gettu betur]], spurningakeppni framhaldsskólanna. Mímisbrunnur stendur fyrir innanskólaspurningakeppni á vorönn.
 
'''Leikfimifélag'''
Leikfimifélag heldur skipulagt fótboltamót á hverri haustönn. Ráðið sér einnig um MH-Kvennó daginn.
 
'''Leikfélag'''
Leikfélagið stendur fyrir leiklistarnámskeiðum og ýmiskonar uppákomum. Leikfélagið setur upp leiksýningu ár hvert. Leikfélag MH hefur lengi verið þekkt fyrir gott og metnaðarfullt starf.
 
'''Listafélag'''
Listafélagið stendur fyrir ýmiskonar viðburðum innan skólans, skipulagningu tónleika, myndlistarsýninga og kvikmyndasýninga.
 
'''Málfundafélag'''
Málfundafélagið hefur yfirumsjón með skipulagningu málfunda á vegum NFMH. Það heldur ræðunámskeið á hverju skólaári. Málfundafélagið er tengiliður nemendafélagsins við [[Morfís]]. Einnig heldur félagið innanskólaræðukeppnina, M.O.R.T.A.R..
 
'''Skemmtiráð'''
Skemmtiráð skipuleggur og sér um böll á vegum nemendafélagsins. Að venju eru haldin 6 böll á skólaári.
 
'''Fréttapési'''