„U Thant“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 71:
 
Fyrir þátt sinn í lausn Kúbudeilunnar og vegna friðargæsluverkefna S.Þ. tilkynnti fastatrúi [[Noregur|Noregs]] hjá Sameinuðu þjóðunum Thant að til stæði að veita honum [[Friðarverðlaun Nóbels]] árið 1965. Thant mun hafa svarað á þá leið að hlutverk aðalritarans væri að stuðla að friði og það væri því í raun bara sjálfsögð skylda hans. Gunnar Jahn, formaður verðlaunanefndarinnar var afar andsnúin því að veita Thant verðlaunin og var á síðustu stundu tekin sú ákvörðun að þau skyldu falla [[UNICEF]] í skut. Aðrir í nefndinni studdu Thant. Þrátefli þetta stóð í þrjú ár og árin 1966 og 1967 voru engin friðarverðlaun veitt þar sem Gunnar Jahn beitti í raun neitunarvaldi gegn því að Thant hlyti þau. [[Ralph Bunche]], einn af næstráðendum Thant og sjálfur Nóbelsverðlaunahafi, sagði afstöðu Jahn fela í sér gríðarlegt ranglæti í garð Thant.
 
Á aðfangadag árið 1963 brutust út átök á [[Kýpur]]. Tyrkneska þjóðarbrotið leitaði í öruggt skjól sem skyldi lykilstofnanir samfélagsins eftir undir stjórn Kýpur-Grikkja. Friðargæslulið undir breskri stjórn reyndist ófært um að stilla til friðar og ráðstefna stríðandi fylkinga í Lundúnúm í janúar 1964 skilaði engum árangri. Þann 4. mars 1964, þegar stigvaxandi átök blöstu við, samþykkti öryggisráð S.Þ. einróma að fela Thant að koma á laggirnar friðargæsluliði S.Þ. á Kýpur. Jafnframt var aðalritaranum falið að skipa sáttasemjara sem fundið gæti friðsamlega lausn á Kýpurdeilunni. Thant freistaði þess að skipa Galo Plaza Lasso frá [[Ekvador]] til starfans, en þegar Tyrkir vísuðu skýrslu hans um ástandið á bug sagði Plaza af sér og embætti sáttasemjarans lognaðist út af.
 
Í apríl 1964 féllst Thant á tillögu [[Vatíkanið|Vatíkansins]] um að taka sjálft að sér hlutverk hlutlauss eftirlitsaðila. Sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af Thant einum án nokkurs atbeina öryggisráðsins.
 
==Tilvísanir==