„U Thant“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 57:
 
Í nóvember 1961 var Thant kjörinn einróma af allsherjarþingi SÞ og skyldi fyrsta kjörtímabilið renna út vorið 1963, innan við einu og hálfu ári síðar. Árið 1962 var honum þó veitt endurnýjað umboð og aftur árið 1966. Thant lét af störfum árið 1971 eftir tíu ár og tvo mánuði í embætti, lengur en nokkur annar sem gegnt hefur starfinu.
 
==Eldskírnin: Kúbudeilan==
Þegar á fyrsta starfsári sínu í embætti stóð Thant frammi fyrir erfiðu verkefni sem var [[Kúbudeilan]], þegar veröldin stóð á barmi kjarnorkustríðs. Þann 20. október 1962, tveimur dögum áður en Bandaríkjastjórn sendi frá sér opinbera yfirlýsingu um málið, sýndi [[John F. Kennedy]] Bandaríkjaforseti Thant loftmyndir sem sýndu fram á uppsetningu sovéskra eldflauga á [[Kúba|Kúbu]]. Forsetinn fyrirskipaði í kjölfarið hafnbann til að koma í veg fyrir vopnaflutninga sovéskra skipa sem voru á leið til eyjarinnar. Til að afstýra vopnuðum átökum lagði Thant til að Bandaríkin ábyrgðust að ráðast ekki á Kúbu í skiptum fyrir brotthvarf sovésku flauganna. [[Nikita Krústsjov]] leiðtogi Sovétríkjanna tók vel í tillögurnar sem urðu grundvöllur áframhaldandi viðræðna.
 
Þann 27. október var bandarísk U-2 flugvél skotin niður yfir Kúbu sem jók enn á spennuna milli aðila. Kennedy var undir miklum þrýstingi frá samstarfsmönnum sínum að grípa til vopna. Forsetinn batt hins vegar vonir við friðarumleitanir Thant og sagðist ekki vilja spilla fyrir þeim með því að sökkva sovésku skipi í miðjum samningaumleitunum.
 
Viðræður héldu áfram. Bandaríkin féllust á að taka niður eldflaugar sínar í [[Tyrkland|Tyrklandi]] og heita því að ráðast ekki á Kúbu gegn því að sovésku flaugarnar væru fjarlægðar. Thant flaug til Kúbu og hvatti [[Fidel Castro]] til að hleypa vopnaeftirlitsmönnum SÞ inní landið og að skila líki flugmanns U-2 vélarinnar. Castro, sem var fokillur yfir að Sovétmenn hefðu fallist á brotthvarf flauganna án samráðs við hann, harðneitaði að taka við eftirlitsmönnum en skilaði þó líkamsleifunum. Í staðinn fór vopnaeftirlitið fram úr lofti og frá bandarískum herskipum. Kjarnorkustyrjöld stórveldanna hafði verið afstýrt.
 
==Tilvísanir==
Lína 74 ⟶ 81:
* {{wpheimild|tungumál = En|titill = U Thant|mánuðurskoðað = janúar|árskoðað = 2021}}
{{Aðalritarar Sameinuðu þjóðanna}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{DEFAULTSORT:Thant, U}}
[[Flokkur:Aðalritarar Sameinuðu þjóðanna]]