Munur á milli breytinga „Lukku-Láki“

112 bæti fjarlægð ,  fyrir 1 mánuði
(Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7)
 
== Útgáfusaga ==
[[Mynd:Morris_y_Goscinny_1_-_Amsterdam_-_27051971.jpg|thumb|right|Félagarnir Morris og Goscinny á góðri stundu árið 1971]] Morris teiknaði Lukku-Láka frá árinu [[1946]] og þar til hann lést árið [[2001]]. Fyrsta ævintýrið um hann, ''Arizona 1880'', kom út 7. desember árið [[1946]] og birtist í ''[[Teiknimyndablaðið Svalur|teiknimyndablaðinu Sval]]'' sem varð vettvangur sagnanna næstu tvo áratugi. Morris samdi fyrstu ævintýrin um Lukku-Láka einn síns liðs og var yfirleitt um að ræða styttri sögur sem síðan komu út í bókarformi nokkrar í senn. Tók útlit Lukku-Láka talsverðum breytingum á þessum sokkabandsárum seríunnar þótt sum einkenni persónunnar, t.d. hárlokkurinn langi og kúrekafötin í belgísku fánalitunum, hafi verið til staðar frá öndverðu, að ógleymdum Léttfeta sem fylgt hefur Láka frá upphafi. Árið 1948 hélt Morris til Bandaríkjanna og ílengdist þar um nokkurra ára skeið. Í Bandaríkjunum kynntist hann höfundinum [[René Goscinny]] og fékk hann til að semja eina sögu um Lukku-Láka, [[Þverálfujárnbrautin|Þverálfujárnbrautina]], sem birtist í Sval á árunum 1955-1956. Eftir þetta samdi Goscinny Lukku-Láka sögurnar og stóð samstarf þeirra félaga við bókaflokkinn þar til Goscinny lést árið [[1977]]. Héldu sögurnar áfram að birtast í Sval allt þar til Morris og Goscinny sögðu skilið við belgíska útgáfufélagið [[Dupuis]] árið 1967 og héldu til liðs við franska útgefandann [[Dargaud]] sem gaf út teiknimyndablaðið [[Pilote]]. Dargaud var frjálslyndara útgáfufélag en Dupuis á þessum tíma og Pilote þótti höfða til eldri lesenda myndasagna en Svalur. Er yfirleitt talið að vistaskiptin hafi gert bókaflokknum gott, en fyrsta sagan sem birtist í Pilote var [[Daldónaborg]]. Lukku-Láka sögurnar náðu miklum vinsældum í Evrópu á meðan á samstarfi þeirra Morris og Goscinny stóð og er tímabilið frá 1957-1977 yfirleitt talið vera gullöld seríunnar. Eftir lát Goscinny hélt Morris áfram að teikna sögurnar, en fékk aðra til að sjá um handritsgerð. Komu ýmsir höfundar að ritun sagnanna eftir það, m.a. þeir [[Vicq]], [[Bob de Groot]], [[Jean Léturgie]], [[Xavier Fauche]], [[Lo Hartog Van Banda]], [[Guy Vidal]] og [[Patrick Nordmann]]. Aðdáendur bókaflokksins eru yfirleitt á einu máli um að bækurnar, sem komu út eftir lát Goscinny, standi gullaldarsögunum talsvert að baki. Morris lést árið 2001 og tók þá lærisveinn hans, franski teiknarinn [[Achde]], við keflinu. Achde hafði þá teiknað eina sögu um Lukku-Láka, [[Le Cuisinier francais]], sem kom út árið 2003, en er sjaldnast talin með í opinberu ritröðinni. Nafni bókaflokksins var þá breytt lítillega og í kjölfarið kom út bókin [[La Belle Province]] sem teiknuð er af Achde og skrifuð af [[Laurent Gerra]]. Síðan hafa nokkrir fleiri höfundar komið að ritun sagnanna, þ.e. þeir [[Daniel Pennac]], [[Tonino Benacquista]] og, [[Jacques Pessis]] og [[Jul]]. Nú hafa komið út samtals 7981 bækurbók á frummálinu, en sú síðasta, [[La Terre promise]], kom út árið 2016. Er hún samin af [[Jul]] og sem fyrr teiknuð af Achde. Bækurnar hafa bækurnar verið þýddar á hartnær 30 tungumál.
 
== Sögurnar ==
Óskráður notandi