„René Descartes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Bjarga 2 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7
Lína 52:
 
== Trú ==
Fræðimenn hafa deilt ákaft um hver trúarviðhorf Renés Descartes raunverulega voru. Hann kvaðst sjálfur vera dyggur [[Kaþólsk trú|kaþólikki]] og hélt því fram að eitt markmiða sinna í ''[[Hugleiðingar um frumspeki|Hugleiðingum um frumspeki]]'' hafi verið að verja [[Kristni|kristna]] trú. Descartes var aftur á móti sakaður um það á sínum tíma að aðhyllast [[frumgyðistrú]] á laun eða jafnvel [[guðleysi]]. Samtímamaður hans, [[Blaise Pascal]], sagði „Ég get ekki fyrirgefið Descartes. Í allri sinni heimspeki reyndi hann að ýta guði til hliðar. En Descartes gat ekki komist hjá því að nota guð til þess að setja heiminn í gang með sínum guðdómlega fingrasmelli. En eftir það hafði Descartes ekki meiri not fyrir guð.“<ref>[http://thinkexist.com/quotation/i_cannot_forgive_descartes-in_all_his_philosophy/153298.html Think Exist on Blaise Pascal] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20171112055348/http://thinkexist.com/quotation/i_cannot_forgive_descartes-in_all_his_philosophy/153298.html |date=2017-11-12 }}. Skoðað 12. febrúar 2009.</ref>
 
Í ævisögu Descartes eftir Stephen Gaukroger kemur fram að „hann hafði djúpstæða guðstrú sem kaþólikki og hélt henni allt til æviloka ásamt harðákveðinni og ástríðufullri þrá eftir því að uppgötva sannleikann.“<ref>[http://www.adherents.com/people/pd/Rene_Descartes.html The Religious Affiliation of philosopher and mathematician Rene Descartes] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130911000344/http://www.adherents.com/people/pd/Rene_Descartes.html |date=2013-09-11 }}. Skoðað 5. október 2005.</ref> Að Descartes látnum í [[Svíþjóð]] afsalaði Kristín Svíadrottning sér krúnunni og snerist til kaþólskrar trúar (en samkvæmt sænskum lögum varð þjóðhöfðinginn að vera mótmælenda trúar). Descartes var eini kaþólikkinn sem hún átti verulegt samneyti við.
 
== Rit Descartes ==