„Copa del Rey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 6:
Keppnin hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum tíðina. Fyrstu tvö árin var hún kennd við borgarstjórnina í [[Madríd]]. Frá 1905-32 bar hún nafn Alfons 13. og í tíð spænska lýðveldisins nefndist hún ''Forsetabikarinn''. Eftir valdatöku [[Fransisco Franco]] nefndist hún ''Copa del Generalísimo'', en frá lokum einræðisins árið 1975 hefur núverandi nafn verið notað.
 
Athletic Bilbao varð árið 1904 eina liðið í sögunni til að verða meistari án þess að keppa í úrslitaleik, þegar [[Espanyol]] mætti ekki til leiks í úrslitum. Árin 1910 og 1913 kom upp klofningur í knattspyrnusambandinu sem varð til þess að tvær keppnir voru haldnar í samkeppni hvor við aðra. Leiktíðina 1937-38 héldu félög á svæði lýðveldissinna í [[spænska borgarastyrjöldin|spænsku borgarastyrjöldinni]] sína eigin keppni, [[Copa de la España Libre]], sem lauk með sigri [[Levante FC]]. Stuðningsmenn félagsins líta á þetta sem fullgildan bikarmeistaratitil, sinn eina í sögunni, en knattspyrnuyfirvöld hafa ekki fallist á þá túlkun.
 
Áður en La Liga kom til sögunnar var litið á sigurvegara bikarkeppninnar sem Spánarmeistara. Forkeppnir voru haldar í einstökum héröðum með ólíku keppnisfyrirkomulagi frá ári til árs, þar sem jafnvel var keppt í riðlum. Til ársins 1990 fengu varalið félaga að taka þátt í keppninni. Um árabil var fjöldi kappliða bundinn við 83, en frá 2019 hafa lið úr fimmta þrepi spænsku deildarkeppninnar verið meðal þátttökuliða og keppnisliðin því verið 125.