„Gilsbakki (Hvítársíðu)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 21:
Skammt vestan við bæinn er Bæjargilið, sem hefur gefið jörðinni nafn. Stutt vestan þess er annað gil, Ytragil. Austan við heimreiðina er styttra gil, Hellisgil. Hrauná kemur af heiðinni fyrir norðaustan bæinn og fellur niður Bæjargilið niður á sléttuna, sveigir vestur fyrir Skógarhraun og fellur í Hvítá. Litla–Fljót kemur úr vötnum á heiðinni austan við Þorvaldsstaði og rennur til vesturs um Þorvaldsdal, síðan undir hlíðinni í Hvítársíðunni og út í Hvítá í Gilsbakkalandi skammt neðan við Hraunfossa.
 
Mikið og fallegt útsýni er frá bænum suður yfir Hvítá til [[Hálsahreppur|Hálsasveitar]] og [[Ok]]sins og í austur til [[Strútur (Vesturlandi)|Strúts]], [[Eiríksjökull|Eiríksjökuls]], [[Langjökull|Langjökuls]] og fleiri fjalla. Bæði Englendingurinn [[W.G. Collingwood]], sem heimsótti Gilsbakka á ferð sinni um Ísland 1897 og [[Ásgrímur Jónsson]], sem gisti mörg sumur á Húsafelli um miðja tuttugustu öld, fundu sér falleg myndefni til að mála á þessum slóðum.
 
Allnokkur veiðiréttur fylgir Gilsbakka. Laxveiði í Kjarará og bleikja í Hvítá. Silungsvötn og lækir um heiðarnar allt vestur á Holtavörðuheiði. Úlfsvatn, Grunnavötn, Hólmavatn og fleiri. Hlutur í hvalreka á Borðeyri og Heggstöðum, tólf vættir í tvítugum hval eða meira. En þar hefur ekki orðið hvalreki í manna minnum.