„Staðamálin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 2:
'''Staðamálin''' voru átök [[biskup]]a og höfðingja á [[Ísland]]i um forræði yfir [[kirkja|kirkjum]] sem höfðingjar höfðu látið reisa á jörðum sínum og farið með sem sína eign, meðal annars þegið hluta af [[tíund]] sem var þeim nokkur tekjulind.
 
Staðamál fóru fram í tveimur hrinum, fyrst þegar [[Þorlákur helgi Þórhallsson|Þorlákur Helgi Þórhallsson]] varð [[Skálholtsbiskup]] [[1178]] og hóf árið eftir að krefjast forræðis yfir kirkjustöðum í samræmi við umbætur [[Eysteinn Erlendsson|Eysteins Erlendssonar]] erkibiskups í [[Niðarós]]i. [[Staðamál fyrri|Staðamálum fyrri]] lyktaði með því að Þorlákur náði forræði nokkurra kirkjujarða en varð annars lítið ágengt annað en gera höfðingjum ljóst að yfirráð þeirra teldust ekki lögleg fyrir kirkjunni.
 
[[Staðamál síðari]] hófust þegar [[Árni Þorláksson]] („Staða-Árni“) Skálholtsbiskup setti nýja kirkjuskipan, [[Kristniréttur Árna|Kristnirétt Árna]], árið [[1275]]. Þeim lauk með sérstakri sáttagerð milli Árna biskups og íslenskra höfðingja í [[Ögvaldsnes]]i í Noregi [[1297]] að undirlagi [[Jörundur Þorsteinsson|Jörundar Þorsteinssonar]] og [[Eiríkur Magnússon prestahatari|Eiríks Magnússonar]] konungs. Í henni var kveðið á um að þeir staðir sem leikmenn ættu hálft eða meira í skyldu þeir halda áfram en aðrir staðir falla undir biskup. Með þessu móti fékk kirkjan sjálfstætt vald í málefnum kirkna og presta og kirkjuréttar- og siðferðismálum. Í kjölfarið óx vald kirkjunnar á kostnað veraldlegra höfðingja og með tímanum urðu æ fleiri kirkjustaðir eign biskupsstólanna.