„Orkuveita Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Orkuveita Reykjavíkur er sameignarfyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, Akranesbæjar, Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar. Orkuveitan starfar á grundvelli laga nr. 139/2001 um st...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Á árinu 2004 sameinuðust Austurveita, Hitaveita Hveragerðis og Ölfusveita Orkuveitunni. Í byrjun ársins 2006 sameinuðust fráveitur Reykjavíkur, Akraness, Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar Orkuveitu Reykjavíkur.
 
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur voru á Suðurlandsbraut 34 til að byrja með, en nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru reistar að Bæjarhálsi 1. Samkeppni var haldin um hönnun nýju höfuðstöðvanna og hlutu Hornsteinar og Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar fyrstu verðlaun í samkeppninni.

Nýjar höfuðstöðvar voru vígðar þann 23. apríl 2003. Kostnaður við byggingu höfuðstöðvanna fór talsvert fram úr áætlun og nam heildarkostnaður um 5.800 milljónum króna samkvæmt Morgunblaðinu, en 1.800 milljónir fengust fyrir sölu fyrri höfuðstöðva fyrirtækjanna sem voru sameinuð í Orkuveitunni.