„Bessastaðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asmjak (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 1:
[[Mynd:OB090126c-3053_Bessastadir.JPG|thumb|240px|Bessastaðir]]
'''Bessastaðir''' á [[Álftanes]]i í [[Garðabær|Garðabæ]] á [[Suðvesturland]]i eru aðsetur [[Forseti Íslands|forseta Íslands]].
== InngangurUm staðinn ==
Á Bessastöðum er þyrping nokkurra húsa: Bessastaðastofa, Norðurhús, þjónustuhús og Suðurálma eru portbyggðar byggingar. Suðurálma samanstendur af móttökuhúsi, bókhlöðu og tengibyggingu við þjónustuhús. Bessastaðastofa er elsta húsið á jörðinni. Móttökuhús er byggt við hana árið 1941 og tengt á milli með blómaskála sem nemur við suðurgafl Bessastaðstofu og gerður er eftir hugmynd ríkisstjórafrúarinnar, Georgíu Björnsson. Samsíða móttökuhúsinu er bókhlaðan, sem byggð var árið 1968 og gengt er úr henni í borðsal Bessastaðastofu. [[Bessastaðakirkja]] stendur fremst en handan portbyggðu húsanna eru forsetahús og ráðsmannshús. Fjær stendur bílageymsla, sem áður var fjós. Sambyggð hlaða gegnir enn sama hlutverki og áður en hlöðuloftið er nú geymsla. Búskapur var á Bessastöðum til ársins 1968.
 
Bessastaðanes er allstórt og þar má sjá á yfirborði menjar um ýmsa starfsemi. Örnefni vísa til þess að hluta, svo sem Skothús, Prentsmiðjuflöt og Sjóbúðarflöt.
==Saga Bessastaða==
 
Saga Bessastaða nær allt aftur til landnámsaldar, samkvæmt fornleifarannsóknum sem fram fóru á staðnum á 9. og 10. áratug 20. aldar og sem studdar eru rituðum heimildum að nokkru. Bessastaðir hafa ávallt verið mikilvægir í sögu þjóðarinnar og jafnan verið aðsetur höfðingja og háembættismanna. [[Snorri Sturluson]] átti jörðina þó svo að óvíst sé að hann hafi nokkru sinni búið þar sjálfur. Eftir víg hans árið 1241, rann jörðin með öllum gögnum og gæðum undir Noregskonung. Hún varð fyrsta jörðin á Íslandi til þess að komast í konungseigu. Hirðstjórar konungs sátu á Bessastöðum og síðar amtmenn og stiftamtmenn ásamt landfógetum. Nafntogaðasti og jafnfram mögulega verst þokkaði hirðstjórinn var [[Páll Stígsson]] en meðal merkustu landseta var [[Magnús Gíslason (amtmaður)]] sem þótti milt og gott yfirvald. Magnús var fyrsti Íslendingurinn sem gegndi stöðu amtmanns og hann átti frumkvæði að byggingu steinhúsanna tveggja á 18. öld sem enn standa. All veglegir legsteinar þeirra beggja eru múraðir inn í veggi Bessastaðakirkju.