„Tíberíus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Rómverskur keisari |
Nafn = Tíberíus |
Titill = Rómverskur keisari |
image_name = Tiberius NyCarlsberg01.jpg |
valdatími = 14 – 37 |
fæddur = 16. nóvember 42 f.Kr |
fæðingarstaður = [[Róm]] |
dáinn = 16. mars 37 |
dánarstaður = Misenum |
forveri = [[Ágústus]] |
eftirmaður = [[Calígúla]] |
maki = Vipsania Agrippina,<br />Julia eldri |
börn = Drusus Julius Caesar,<br />Germanicus (ættleiddur) |
faðir = Tiberius Claudius Nero |
móðir = [[Livia Drusilla]] |
fæðingarnafn = Tiberius Claudius Nero |
nafn_sem_keisari = Tiberius Caesar Augustus |
ætt = [[Julíska-claudíska ættin]] |
}}
 
'''Tiberius Caesar Augustus''', fæddur '''Tiberius Claudius Nero''', ([[16. nóvember]] [[42 f.Kr.]] – [[16. mars]] [[37]]) var annar [[Rómarkeisari|keisari Rómar]] frá dauða [[Ágústus]]ar árið [[14]] þar til hann lést sjálfur. Hann var af [[Claudíska ættin|claudísku ættinni]], sonur [[Tiberius Nero|Tiberiusar Neros]] og [[Livia Drusilla|Liviu Drusillu]]. Móðir hans skildi við föður hans og giftist Ágústusi [[39 f.Kr.]] Tíberíus giftist síðar dóttur Ágústusar (af fyrra hjónabandi) [[Julia eldri|Juliu eldri]] og var síðar ættleiddur af Ágústusi og varð við það hluti af [[julíska ættin|julísku ættinni]]. Keisaratignin átti síðan eftir að haldast innan þessara tveggja ætta næstu fjörutíu árin þannig að sagnfræðingar hafa talað um [[julíska-claudíska ættin|julíska-claudíska veldið]].
 
Tíberíusar er minnst sem eins af hæfustu herforingjum [[Rómaveldi]]s sem lagði grundvöllinn að norðurmörkum heimsveldisins með herförum sínum í [[Pannónía|Pannóníu]], [[Illyría|Illyríu]], [[Retía|Retíu]] og [[Germanía|Germaníu]]. Síðar varð hann þekktur sem skapþungur og sérlundaður keisari. Keisaratignin var embætti sem hann óskaði sér aldrei, og valdatíð hans endaði með [[ógnarstjórn]] eftir lát sonar hans [[Drusus]]ar árið [[23]]. Árið [[26]] fluttist hann til eyjarinnar [[Kaprí]] og sneri aldrei aftur til [[Róm]]ar en hélt tengslum við [[Rómverska öldungaráðið|öldungaráðið]] með bréfaskriftum. Stjórn ríkisins var að mestu leyti í höndum hins ófyrirleitna [[Sejanus]]ar. Ættleiddur sonur hans, [[Calígúla]], tók við af honum.
 
<br />
== Æska og uppvöxtur ==
Tíberíus var sonur Liviu Drusillu og Tiberiusar Neros, en þegar hann var þriggja ára voru foreldrar hans látnir skilja svo að Octavianus (sem síðar varð þekktur sem [[Ágústus]]) gæti giftst móður hans. Faðir Tíberíusar lést árið 33 f.Kr. og eftir það var Tíberíus hjá móður sinni og Ágústusi. Árið 16 f.Kr. giftist hann Vipsaniu Agrippinu en með henni eignaðist hann soninn Drusus Julius Caesar árið 13 f.Kr. Ágústus fékk Tíberíus svo til þess að skilja við Vipsaniu til þess að giftast dóttur sinni frá fyrra hjónabandi, Juliu eldri, árið 11 f.Kr. Að sögn var fyrra hjónaband Tíberíusar hamingjusamt, en seinna hjónabandið var alla tíð óhamingjusamt. Árið 6 f.Kr. dró Tíberíus sig út úr sviðsljósinu í [[Róm]] og flutti til [[Rhodos]] þar sem hann var næstu átta árin. Árið 2 f.Kr. skildi hann við Juliu vegna framhjáhalds hennar.
 
=== Arftaki Ágústusar ===