„Majaveldið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
[[Samfélag]] Maya var byggt á akuryrkju. Maísræktun var undirstaðan en Mayar ræktuðu þó einnig fjölda nytjajurta, s.s. afbrigði af chilipipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og hamp. Verslun í Mayaveldi var umfangsmikil og vörur eins og eðalsteinar, málmar, sjaldgæfar fjaðrir og fleira bárust langt að. Vöruskipti voru stunduð meðal Maya en þeir notuðu gjarnan kakóbaunir sem [[Gjaldmiðill|gjaldmiðil]].
 
== typpabrögðTrúarbrögð ==
[[Trúarbrögð]] Maya einkenndust af frjósemisdýrkun. Kornið, regnið, vindurinn, himininn, sólin, tunglið, fæðing og dauði voru öll tengd trúnni og trúarathafnir virðast hafa náð til allra skapaðra hluta, en Mayar stunduðu m.a. mannfórnir. Víða hvar í Mið-Ameríku höfðu þjóðir tekið upp heimsmynd Maya. Himnaríki þeirra voru 13 talsins og helheimar 9. Þeir töldu heiminn hvíla á baki krókódíls en fjögur goðmögn báru hin 13 himnaríki uppi í fjórum höfuðáttum. Hvern heim töldu Mayar vara í 5126 ár og heimur þeirra hafði mátt þola 4 heimsendi, en Mayar þess tíma lifðu sína fimmtu endursköpun.
 
== smokkamáltungumál ==
[[Mynd:Palenque glyphs-edit1.jpg|alt=|thumb|Letur Mayanna]]
Erfitt hefur reynst að ráða úr letri Maya. Letur þeirra mátti finna á veggjum bygginga, á minnismerkjum og á bókum og bókarslitrum. Fyrsta rannsókn á letri Maya hófst árið 1566 af Fransiskusbiskupnum Diego de Landa (1524-1579) sem gerði ráð fyrir því að letur þeirra væri einfalt hljóðletur. Rússneski málfræðingurinn Yuri Knorosov (1922-1999) komst að þeirri niðurstöðu að letur Mayanna var hvorki hreint tákn né hljóðletur, heldur blanda af hvoru tveggja. Hann uppgötvaði að letrið byggðist á atkvæðum en ekki einstökum stöfum í venjulegu stafrófi. Flestir textar Mayanna eru sögulegir, segja frá fæðingu, valdatöku og stóratburðum í lífi einstakra konunga og frá stríði við borgríki í nágrenninu. Að auki eru allir leturfletirnir með dagsetningu sem gerir fræðimönnum kleift að setja atburði í sögulegt samhengi. Í dag er búið að ráða úr um 90% leturflötum Mayanna.