„Íslensk matargerð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sverrirbo (spjall | framlög)
→‎Kjötréttir: súrmat bætt við
Sverrirbo (spjall | framlög)
Nýr kafli um grænmeti
Lína 54:
== Villibráð ==
Villibráð er meðal hlunninda sem má nýta á jörðum. Eggjataka sjófugla eru hlunnindi þar sem eru fuglabjörg. Bæði svartfugls- og mávaegg eru sótt í björg að vori. [[Svartfuglar|Svartfugl]] er veiddur fyrir kjöt sitt og það eru [[Fýll|fýlar]] líka. Fýlsungar eru rotaðir og saltaðir. Í ám og vötnum er veiddur [[lax]] og [[silungur]] og hefur svo verið síðan við landnám. [[Rjúpa]] og [[Gæs|gæsir]] hafa einnig verið veiddar hér á landi um langt skeið.<ref name=":0" /> Við ströndina var veiddur selur og rostungur fyrir kjötið en einnig feiti, skinn og tennur.
 
== Grænmeti, ávextir og jurtir ==
Soðnar kartöflur og rófur er algengt meðlæti með íslenskum mat. Þá eru sultur úr krækiberjum, bláberjum og rabbarbara einnig algengar.
 
Íslensk garðyrkja hefst ekki af ráði fyrr en á 19. öld en þar áður hafa ýmsar jurtir verið sóttar út í náttúruna svo sem [[Fjallagrös|fjallgrös]], [[Vallhumall|vallhumal]], [[blóðberg]], [[krækiber]] og [[bláber]].
 
Í ylrækt er umfangsmesta framleiðslan í tómötum, gúrkum og papriku. Einnig eru framleidd salöt, kryddjurtir og sveppir. Í jarðrækt utandyra eru rófur og kartöflur umfangsmesta framleiðslan en einnig gulrætur, blómkál og ýmis kál, þar á meðal fóðurkál fyrir skepnur. Akuryrkja er nýleg viðbót við íslenska landbúnaðarframleiðslu og er helst ræktað bygg en einnig repja og hafrar. Meðal frumkvöðla í akurrækt eru bæirnir [[Vallanes]], [[Þorvaldseyri]] og Sandhóll.
 
== Heimildir ==