„Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Nipas2 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
leftarm2=FFFFFF|body2=FFFFFF|rightarm2=FFFFFF|shorts2=FFFFFF|socks2=FFFFFF|
}}
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar var stofnað árið 2001 utan um rekstur meistaraflokka karla og kvenna þeirra þriggja aðildarfélaga sem að KFF standa. Þau eru [[Ungmennafélagið Austri|Austri Eskifirði]], Valur Reyðarfirði og Þróttur Neskaupstað. Fyrstu 3 árin var karlaliðið í 3. deild og komst ávallt í úrslitakeppnina en var slegið út af KFS árið 2001, Fjölni árið 2002 og Leikni R. árið 2003. Árið 2004 tókst svo langþráð markmið, að komast upp í 2. deild eftir að hafa sigrað Núma í 8 liða úrslitum og Reyni Sandgerði í 4 liða úrslitum. Þetta var fyrsta ár Elvar Jónssonar og Heimis Þorsteinssonar sem þjálfarar og heldur betur góð byrjun.
 
Árið 2005 spilaði svo KFF í 2. deild í fyrsta skipti og náði 4. sæti á fyrsta sumri undir stjórn heimamannana Elvars og Heimis. Í lok árs 2005 var Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari liðsins og Elvar Jónsson var honum til aðstoðar. Frábær árangur fylgdi í kjölfarið og sigruðu strákarnir 2. deild sumarið 2006 og ljóst að leikið yrði í 1. deild sumarið 2007. Það sumar náði svo KFF 5. sæti í 1. deildinni sem er aldeilis frábært á fyrsta ári í deildinni.