„Guðrún Ó. Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Albinahp (spjall | framlög)
Ný síða: Arkítekt. Guðrún Ó. Jónsdóttir (f. 1935) stundaði nám við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn á árunum 1958‑63.<ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://ai.is/...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. ágúst 2019 kl. 14:53

Arkítekt.

Guðrún Ó. Jónsdóttir (f. 1935) stundaði nám við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn á árunum 1958‑63.[1]

Hún er einn þriggja skipulagshöfunda Seljahverfis í Breiðholti sem telja má til tímamótaverka í skipulagssögu Reykjavíkur.[1]

Af byggingum sem Guðrún hefur hannað má nefna kennarabústaði við Kvennaskólann á Blönduósi, fjölbýlishús við Írabakka 18-34 í neðra-Breiðholti,  íbúðir og vinnustofur listamanna við Tjarnarsel 2 og 4, og Vogasel 1 og 3 í Seljahverfi, læknisbústaðinn á Sauðárkróki og einbýlishús við Gilsárstekk 3 og Látraströnd 17 á Seltjarnarnesi (öll verkin í samvinnu við Stefán Jónsson og Knút Jeppesen). Ennfremur hefur hún hannað Ráðhúsið í Sandgerði, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Klausturstofu við Þingeyrakirkju, Álfagerði – stórheimili Búmanna í Vogum á Vatnsleysuströnd, prestbústaðinn á Glaumbæ í Skagafirði[1]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Albína Thordarson og Guðrún Jónsdóttir heiðursfélagar AÍ“.