Munur á milli breytinga „Emil Thoroddsen“

 
Árið [[1930]] tók hann þátt í samkeppni um „[[Alþingishátíðin 1930|Alþingishátíðarkantötu]]“ en dómnefnd valdi heldur tónverk eftir [[Páll Ísólfsson|Pál Ísólfsson]]<ref>{{vefheimild|titill=Alþingishátíðarkantata Emils Thoroddsens|url=http://www.tonlistarsafn.is/sagan/greinar/nr/80|mánuðurskoðað=18. desember|árskoðað=2014}}</ref>. Sama ár hóf Emil störf sem píanóleikari við [[Ríkisútvarpið]] þar sem hann raddsetti og útsetti fjölda laga og lagasyrpa. Á þeim árum samdi hann vinsæl leikrit upp úr skáldsögum afa síns, ''[[Piltur og stúlka|Pilti og stúlku]]'' og ''[[Maður og kona|Manni og konu]]''. Fyrir [[Lýðveldishátíðin 1944|Lýðveldishátíðina 1944]] sigraði Emil keppni um lag við ljóðaflokka [[Hulda (skáld)|Huldu]]. Framlag hans náði til þriðja ljóðaflokks hennar sem hefst á orðunum: „Hver á sér fegra föðurland?“. Hefur hátíðarljóðið gengið undir því nafni síðan. Emil lést aðeins þremur vikum eftir frumflutninginn á hátíðinni.
 
Fékk Emil Thoroddsen verðlaunin fyrir lag við þriðja hluta ljóðaflokksins. Sá hluti hefst á orðunum „Hver á sér fegra föðurland“ og hefur hátíðarljóðið gengið undir því nafni síðan.
 
Emil Thoroddsen var þríkvæntur; Fyrst kvæntist hann Elisabeth Brühl árið 1925 en þau skildu, síðan Guðrúnu Bryndísi Skúladóttur 1931 en hún lést 1938 aðeins 37 ára gömul, og að síðustu Áslaugu Árnadóttur árið 1941.
Óskráður notandi