„Marie Curie“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Niegodzisie (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
sambandsslit er skrifað með tveimur s-umþ
Lína 34:
Marie og Bronyu langaði til Parísar að læra við Sorbonne-háskólann, en faðir þeirra hafði ekki efni á því. Þá fékk Marie þá snilldarhugmynd, að þær skyldu hjálpast að við námið og önnur myndi vinna fyrir námi systur sinnar og svo öfugt þegar hin kæmi úr námi. Þær ákváðu að gera þetta og byrjaði Bronya að læra en Marie fór í vist, fyrst í Szczuki og svo í Varsjá sem kennslukona og barnfóstraSorbonne háskólinn.<ref> Curie, Eva, bls. 74; Geir Hallgrímsson o.fl., bls. 173.</ref>
Fljótlega kynntist hún manninum Kasmir, sem var sonur húsráðanda hennar. Þau urðu mjög ástfangin og ýmislegt gekk á milli þeirra. Lítið varð hins vegar úr ást þessari þar sem móðir hans var mjög ósátt við þetta samband því hann var háskólastúdent en hún bara barnfóstra. Marie tók sambandslitinsambandsslitin mjög inn á sig og hugleiddi að fremja sjálfsvíg. Skrýtið þótti að þær Bronya áttu báðar mann sem hét Kasmir en um þetta leyti var Bronya að fara að gifta sig Kasmir Dluski, sem var ungur læknir og hafði verið skólabróðir hennar.<ref> Curie, Eva, bls. 74-79; Geir Hallgrímsson o.fl., bls 173.</ref>
Þegar hún hætti sem kennslukona flutti hún til systur sinnar og mágs í París og bjó hjá þeim til að byrja með. Hún ritaði sig inn í skólann sem Marie Sklodovksa því enginn í Frakklandi gat borið fram nafn hennar Manya. Hún ætlaði að helga sig náminu, sem og hún gerði, en erfitt var orðið að einbeita sér vegna mikils gestagangs hjá þeim hjónum, Bronyu og Kasmirs. Einnig var mjög langt og dýrt að ferðast í skólann þaðan svo hún flytur þá ein í herbergi nær Sorbonne háskólanum. <ref> Curie, Eva, bls. 85-93.</ref>