„Úfa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
Samkvæmt Málfregnum 1.árg. 2.tbl. nóvember 1987 heitir borgin Úfa en ekki Ufa.
Dagvidur (spjall | framlög)
Vísað á Úfa borg
Merki: Ný endurbeining
Lína 1:
#Redirect [[Úfa]]
'''Úfa''' ([[rússneska]]: Уфа́) er [[borg]] og [[höfuðborg]] [[Basjkortostan|Lýðveldisins Basjkortostan]], sem er hluti [[Rússland|Rússneska sambandsríkisins]]. Borgin er ein af stærstu borgum Rússlands. Hún er miðstöð stjórnmála, stjórnsýslu, efnahags menningar lýðvelsins.
 
== Staðsetning ==
Úfa er staðsett í austast í Evrópu undir Úralfjöllum við mörk Asíu. Hún liggur við mót ánna Belaya og Úfa, syðst undir láglendi vestanverðra Úralfjalla.
 
[[Mynd:Coat of Arms of Ufa (Bashkortostan).png|thumb|right|100px|Mörður er tákn Ufa borgar en viðskipti með marðarskinn voru mikil á svæðinu fyrr á öldum]]
 
 
 
== Saga og efnahagur ==
Borgin var byggð að skipan Ívans Grimma árið [[1574]] sem virki til að vernda viðskipti leið yfir Úralfjöllin frá Kazan. Árið 1802 varð borgin höfuðstaður Bashkíríu (síðar Lýðveldið Basjkortostan).
 
Úfa stækkaði ört á 20. öld og með margvíslega iðnaðframleiðslu. Árið 1956 sameinaðist Úfa nágrannaborginni Chernikovsk, og varð þá miðstöð olíuframleiðslu á Volga- Úral svæðinu. Þar er einnig ýmis efnaiðnaður, timburframleiðsla og miðstöð öflugrar landbúnaðarframleiðslu lýðveldsins.
 
Úfa er miðstöð járnbrautar- og vegasamgangna á svæðinu. Í borginni eru mikilvæg menningarsetur með nokkrum öflugum háskólum, tæknistofnunum og fjölmörgum rannsóknastofnana.
 
[[Mynd:Belaja-frozen.jpg|thumb|right| Belaya ísilögð. Ufa borg er byggð á bökkum ánna Belaya og Ufa]]
 
== Íbúar ==
Áætlaður fjöldi borgarbúa er um 1.5 milljón, meirihluti þeirra eru rússar (54% rússar). Á síðari árum hefur fólki af öðru þjóðerni fjölgað einkum bashkírum og taturum. Önnur þjóðerni eru sjúvas, mari, úkraínumenn, mordvinia, azerar, armenar, hvít-rússar, kazakar, vietnamar, lettar, þjóðverjar og gyðingar.
 
 
== Fjarlægðir ==
Fjarlægð Úfa frá Moskvu er 1567 km. með lest og 1357 km. með bíl . Það tekur 32 klst. að aka frá frá Moskvu en 2 klst. að fljúga. Borgin er á [[tímabelti]] Yekaterinburg (YEKT/YEKST) eða á samræmdum alþjóðatíma [[UTC]]+5)
 
 
== Myndir ==
<gallery>
Mynd:Moskvich Fortuna.jpg|Á ánni Belaya eru margvíslegar ferjur og bátar.
Mynd:Ufa01.jpg|Úfa borg nútímans.
Mynd:Uliza lenina.jpg|Frá Lenín götu sem er ein megingata borgarinnar.
Mynd:UGNTU (Ufa).jpg|Í Basjkortostan eru olíulindir. Ríkið rekur sérstakan Olíutækiháskóla í Úfa sem þykir sterk akademísk stofnun í Rússlandi.
Mynd:Theater.jpg|Basír leikhúsið sem tileinkað er basírskum leikverkum. Það er eitt sex leikhúsa borgarinnar.
Mynd:Bashkir State University (Ufa).jpg|Baskírski ríkisháskólinn. í Úfa eru 21 háskólastofnanir á vegum ríkisins og 6 einkareknar.
Mynd:Ljalja-Tjulpan.jpg|Ríkistrú Basjkortostan er múslimatrú. Hér er þekktasta moska Úfa kennd við Túlípana.
Mynd:Lenin Square in Ufa, Russia.jpg|Úr Lenín garðinum. Ein margra Lenínstytta lýðveldisins.
</gallery>
<gallery></gallery>
 
== Sjá einnig ==
Lýðveldið [[Basjkortostan]]
 
== Ytri tenglar ==
[http://www.ufacity.info/en/ Opinber vefur Úfa borgar á ensku]
 
 
 
 
{{commons|Category:Ufa}}
 
{{Stubbur|landafræði}}
 
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]