„Rómverska keisaradæmið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:LocationRomanEmpire.png|thumb|Rómverska keisaradæmið þegar það var stærst, í kring um árið [[117]].]]
'''Rómverska keisaradæmið''' nefnist það tímabil í sögu [[Rómaveldi]]s þegar [[Rómarkeisari|keisarar]] voru þar æðstu ráðamenn. Það er þriðja og síðasta stjórnarfyrikomulagið sem Rómaveldi gekk í gegn um. Ekki er hægt að staðfesta eitthvað eitt ártal sem upphaf keisaraveldisins en aðallega er talað um þrjú: [[44 f. Kr.]], þegar [[Júlíus Caesar]] var útnefndur [[einræðisherra]] fyrir lífstíð, [[31 f. Kr.]], þegar [[orrustan við Actíum]] átti sér stað, og árið [[27 f.Kr.]] þegar ''Octavíanus'' hlaut titilinn [[Ágústus]]. Á [[Fjórða öldin|fjórðu öld]], yfir nokkurt tímabil, skiptist svo keisaradæmið upp í tvö, [[Vestrómverska keisaradæmið]] og [[Austrómverska keisaradæmið]]. Oftast er talað um að Rómverska keisaradæmið hafi hætt að vera til árið [[476]], þegar hið vestrómverska (sem var stjórnað frá [[Róm]]) hætti að vera til. Þó er mikilvægt að minnast á að hið austrómverska (sem var stjórnað frá [[Konstantínópel]]) lifði til ársins [[1453]]. Nafnið rómverska keisaradæmið er einnig notað yfir landsvæðið sem Rómaveldi náði yfir þegar keisaraveldið var við lýði. Þegar það var stærst, náði það frá þar sem er í dag [[Skotland]] í norðri suður yfir alla norður [[Afríka|Afríku]]. Vestast náði það á [[Íberíuskagi|Íberíuskaga]] að [[Persaflói|Persaflóa]] í austri. Í Rómverska keisaradæminu aðhylltist fólk framan af [[Rómversk goðafræði|rómverska goðafræði]] en [[KonstantínKonstantínus]] keisari tók [[Kristni]] og gerði hana árið [[313]] að „leyfðri trú“ í Rómaveldi. Upp frá því breiddist Kristni út um allt ríkið og varð algengasta trúin.
 
{{Rómaveldi}}