„Svartidauði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Eniisi Lisika (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
'''Svartidauði''' (eða '''svarta fárið''') var einn skæðasti heims[[faraldur]] sögunnar og náði hámarki í [[Evrópa|Evrópu]] um miðja [[14. öld]]. Almennt er talið að sýkillinn hafi verið bakterían ''[[Yersinia pestis]]'' sem veldur [[Kýlapest]]. Margir telja að sjúkdómurinn hafi borist frá Asíu og breiðst út með [[Rotta|rottum]]. Áætlað hefur verið að um 75 milljónir manna alls hafi látist úr farsóttinni, þar af í Evrópu 25–30 milljónir, eða þriðjungur til helmingur íbúa álfunnar á þeim tíma.
 
Pestin gekk um alla Evrópu á árunum [[1348]] <nowiki/> <nowiki/>[[1350]] en barst þó ekki til Íslands þá, sennilega einfaldlega vegna þess að engin skip komu til Íslands þau tvö ár sem pestin geisaði á Norðurlöndum og í Englandi. Ýmist tókst ekki að manna skipin vegna fólksfæðar eða þá að skipverjar dóu á leiðinni og skipin komust aldrei alla leið. Töluverður vöruskortur var í landinu vegna siglingaleysis og er meðal annars sagt að leggja hafi þurft niður altarisgöngur um tíma af því að prestar höfðu ekki [[messuvín]].
 
Pestin kom aftur upp rétt eftir aldamótin 1400 á Ítalíu og breiddist út til ýmissa landa en varð þó líklega hvergi viðlíka faraldur og á Íslandi, þar sem hún gekk 1402-14041402–1404. Sóttin gaus aftur upp í Evrópu hvað eftir annað fram á 18. öld en varð þó aldrei eins skæð og þegar hún gekk fyrst yfir.
 
Á síðari tímum hafa komið fram efasemdir um að plágubakterían hafi valdið svartadauða á Íslandi. Ástæðurnar eru meðal annars þær að svartidauði fór um Ísland eins og eldur í sinu þó að landið væri laust við rottur, að útbreiðsla sjúkdómsins var einum mánuði of snemma<ref>J. Kelly, ''The Great Mortality, An Intimate History of the Black Death, the Most Devastating Plague of All Time'', (New York, NY: Harper Collins, 2005), bls. 295.</ref> <ref>B. Gummer, ''The Scourging Angel: The Black Death in the British Isles'', (London: Bodley Head, 2009).</ref>.
 
== Uppruni og smitleiðir ==
Lína 27:
Lungnapestin braust út í verslunarbænum [[Kaffa]] á [[Krímskagi|Krímskaga]] árið [[1347]]. Þar sem Kaffa var miðstöð viðskipta og verslunar var leiðin greið fyrir rottur að ferðast þaðan með skipum og bera sjúkdóminn með sér. Einnig lágu verslunarleiðir til Asíu frá tímum heimsveldis [[Gengis Kan]] og [[Mongólar|Mongóla]]. Þær lágu yfir slétturnar víðáttumiklu milli Rússlands og Kyrrahafsins, þar sem pestin var landlæg í nagdýrum. Því má segja að það hafi ekki verið nein tilviljun að sjúkdómurinn hafi blossað upp í Kaffa.
 
Líklegast er að svartidauði hafi svo borist með skipum frá Kaffa vestur til Evrópu, fyrst til [[Konstantínópel]] og þaðan lengra inn á meginlandið. Vitað er að pestin kom upp á [[Sikiley]] [[1347]] og hafði borist þangað með kaupmönnum frá Genúa. Munkurinn Mikael Pletensis sagði um pestina: „... 12 skip frá [[Genúa|Genóva]], sem flýðu undan refsingu þeirri sem Drottinn hafði lagt á menn vegna synda þeirra, komu til hafnar í [[Messína]]. Með þeim barst [[sjúkdómur]] sem var svo smitnæmur að ef menn svo mikið sem töluðu við þá sýktust þeir af banvænum sjúkdómi ...“.
 
Þegar íbúar Messína sáu hvað sóttin var skæð gripu þeir til sinna ráða. Fólkið streymdi út úr borginni og settist að í skógum, en aðrir leituðu hælis í borginni Cataníu. Voru heimili sjúklingana skilin eftir ósnert þrátt fyrir að þau væru full að auðævum og skildu foreldrar við sig sjúk börn sín. Engin áhætta var tekin.
Lína 48:
 
== Eftir Svarta dauða ==
Plágan gekk yfir Evrópu að mestu á þremur árum en það tók mun lengri tíma fyrir hana að berast til ýmissa útkjálka. Hún gekk svo aftur hvað eftir annað næstu aldirnar þótt aldrei yrðu faraldrarnir eins skæðir og Svarti dauði. Almennt er talið að [[Plágan mikla í London|Plágan mikla]] sem gekk í London 1665-16661665–1666 hafi verið síðasti meiri háttar faraldurinn. Plágan er þó alls ekki útdauð og enn koma upp minni háttar faraldrar í ýmsum þróunarlöndum.
 
== Tengt efni ==