„Halldór Laxness“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Halldór_Kiljan_Laxness_1955.jpg|thumb|right|Halldór árið 1955]]rðlaunin höfðu strax jákvæð áhrif, og bækurnar Halldórs voru í kjölfarið þýddar á fleiri tungumál og menn sem höfðu ekki gefið verkunum gaum áður kynntu sér bækurnar hans. Verðlaunin, Nóbelsskjalið og gullpeningurinn, eru varðveitt í [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafninu]] og í myntsafni [[Seðlabanki Íslands|seðlabankans]].<ref>Ólafur Ragnarsson (2007): 183–201.</ref>
 
Auk Nóbelsverðlauna fékk Halldór fjöldan allan af viðurkenningum fyrir ritstörf sín, en dæmi um aðrar viðurkenningar sem honum hlotnuðust voru: Menningarverðlaun ASF, [[Silfurhesturinn]] (bókmenntaverðlaun dagblaðanna) og virt dönsk verðlaun kennd við [[Martin Andersen Nexö]] ([[:en:Martin Andersen Nexø|en]]), svo nokkur séu nefnd.
 
Halldór Laxness var gerður að heiðursdoktor við eftirfarandi háskóla:
* 1968: [[Aabo háskólinn]] ([[:en:Åbo Akademi University|en]]) í [[Finnland]]i í tilefni 50 ára afmælis sænskudeildarinnar við skólann,<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=113796&pageId=1394082 ''Halldór Laxness sæmdur doktorsnafnbót''], Morgunblaðið, 25. maí 1968, bls. 28</ref>
* 1972: [[Háskóli Íslands]] í tilefni sjötugsafmælis Halldórs,<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=115081&pageId=1430234 ''Halldór Laxness, heiðursdoktor: Kjör heimspekideildar nú einrómar''], Morgunblaðið, 5. apríl 1972, bls. 32</ref>
* 1977: [[Edinborgarháskóli]] í [[Skotland|Skotlandi]],<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=116844&pageId=1488476 ''Laxness heiðursdoktor við Edinborgarháskóla''], Morgunblaðið, 20. júlí 1977, bls. 28</ref>
* 1982: [[Háskólinn í Tübingen]] í [[Þýskaland|Þýskalandi]] í tilefni áttræðisafmælis Halldórs.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=118622&pageId=1555238 ''Þjóðverjar heiðra Halldór Laxness''], Morgunblaðið, 20. apríl 1982, bls. 3</ref>
 
== Stíll ==
[[Mynd:Halldor Laxness gravestone.JPG|thumb|right|Legsteinn Halldórs Laxness við [[Mosfellskirkja|Mosfellskirkju]] í Mosfellsdal]]
Þegar Halldór var ungur umgengst hann mikið eldra fólk og talsmáti hans varð þess vegna háfleyglegur.<ref>Ólafur Ragnarsson (2002): 75.</ref> Hann ræktaði tungumálið meira en aðrir höfundar og notaði öðruvísi stafsetningu til þess að ná fram ákveðnum stíl í textann sem og mörg áhugaverð orð.<ref>Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Um ævi og verk Halldórs Laxness: 212–217.</ref>
 
Halldór hafði sterkar stjórnmálalegar skoðanir og skrifaði til að mynda Halldór tvær bækur um [[Sovétríkin]] sem ætlaðar voru til varnaðar þjóðskipulagi landsins.<ref>Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Um ævi og verk Halldórs Laxness: 129–131.</ref> Skrif skáldsins um hag íslensku þjóðarinnar vöktu ávallt athygli, landinn reiddist honum ýmist eða varð snortinn yfir einlægni hans.<ref>Laxness.is. Sótt 22.4.2009.</ref>
 
==Safnið á Gljúfrasteini==
Að frumkvæði [[Davíð Oddsson|Davíðs Oddssonar]], [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]], keypti [[ríkissjóður]] Gljúfrastein af Auði Laxness, ekkju Halldórs, í apríl 2002.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=250412&pageId=3439537 ''Heimili og vinnustaður nóbelsskáldsins komin í eigu íslenska ríkisins''], Morgunblaðið, 23. apríl 2002, bls. 4</ref> Í september 2004 var opnað þar safn til minningar um skáldið<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=258358&pageId=3608860 ''„Nú á þjóðin þetta hús“''], Morgunblaðið, 6. september 2004, bls. 6</ref>; fjölskylda Halldórs hafði gefið safninu allt innbú Gljúfrasteins.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=258361&pageId=3608980 ''Þjóðarheimilið Gljúfrasteinn''], Morgunblaðið, 7. september 2004, bls. 22</ref>
 
== Deilur um ævisögu Laxness ==
[[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]], [[prófessor]] sagði frá því opinberlega sumarið 2003, að hann væri að skrifa [[ævisaga|ævisögu]] Laxness, en í kjölfarið reyndi Auður Laxness að meina honum aðgang að bréfasafni skáldsins á [[handrit]]adeild [[Þjóðarbókhlaðan|Þjóðarbókhlöðunnar]] og tókst það.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251706&pageId=3480213 ''Skriflegt leyfi þarf til að skoða skjöl Halldórs Laxness í Þjóðarbókhlöðunni: Lokað fyrir aðgang í 3 ár''], Morgunblaðið, 28. september 2003, bls. 2</ref> Ástæðan var sú að hún taldi Hannes ekki færan um að skrifa óhlutdræga ævisögu Laxness. Eftir að fyrsta bindi ævisögunnar ''Halldór'' kom út gagnrýndu [[Helga Kress]], prófessor, og fleiri Hannes harðlega fyrir að fara frjálslega með tilvitnanir í texta skáldsins án þess að geta heimilda.<ref>[https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/9117/Eftir%20hvern.pdf?sequence=1 ''Eftir hvern?''], Helga Kress tók saman, Reykjavík, ágúst 2004</ref> Hannes hefur síðar viðurkennt í viðtölum að hann hefði átt að geta heimilda í ríkara mæli en hann gerði.
 
Haustið 2004 höfðaði Auður mál gegn Hannesi fyrir brot á [[íslensk höfundalög|lögum um höfundarrétt]]. Hannes var sýknaður í [[Héraðsdómur Reykjavíkur|Héraðsdómi Reykjavíkur]] 2006 en málinu var áfrýjað til [[Hæstiréttur|Hæstaréttar]] og þar var Hannes dæmdur árið 2008 fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Laxness. Var honum gert að greiða 1,5 milljónir króna í fébætur og 1,6 milljónir í málskostnað.
 
Auður Laxness og fjölskylda hennar hefur lagt blessun sína yfir ævisögu skáldsins, sem rituð var af Halldóri Guðmundssyni, rithöfundi, og veitti honum góðfúslega aðgang að bréfasafni og gögnum, sem voru í vörslu fjölskyldunnar.
 
== Meint afskipti íslenskra ráðamanna af útgáfu rita Laxness í Bandaríkjununm ==
[[Guðný Halldórsdóttir]], [[leikstjóri]] og dóttir skáldsins, sagði í [[Kastljós (dægurmálaþáttur)|Kastljósþætti]] [[RÚV|sjónvarpsins]] 18. mars 2007 að [[Bjarni Benediktsson (f. 1908)|Bjarni Benediktsson]], [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]] 1963-1970, hefði lagt stein í götu föður síns sem varð til þess að honum reyndist illmögulegt að gefa út bækur sínar í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. <ref>[http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/09/14/ny-kvikmynd-bjarni-benediktsson-bad-bandarisk-stjornvold-ad-eydileggja-mannord-laxness/ Ný kvikmynd: Bjarni Benediktsson bað bandarísk stjórnvöld að „eyðileggja mannorð“ Laxness; af Eyjunni.is]</ref>
 
== Verk ==
[[Mynd:Piazza Chiesa San Giusseppe-Taormina-Sicilia-Italy - Creative Commons by gnuckx (3667613178).jpg|thumb|right|Torg í [[Taormina]] á [[Sikiley]] þar sem Halldór vann að ''Vefaranum mikla frá Kasmír'']]
Halldór skrifaði fjölmörg skáldverk, þýddi verk annarra yfir á íslensku og sendi frá sér greinar í dagblöð og tímarit. Alls skrifaði hann 13 stórar skáldsögur; ''Brekkukotsannál, Gerplu, Atómstöðina, Heimsljós I'' og ''II'', ''Íslandsklukkuna, Kristnihald undir Jökli, Söguna af brauðinu dýra, Sölku Völku I'' og ''II'', ''Sjálfstætt fólk I'' og ''II'', ''Smásögur'' (öllum smásögum skáldsins safnað saman í eina bók), ''Vefarann mikla frá Kasmír'' og ''Guðsgjafarþula'' var svo síðasta skáldsagan sem hann skrifaði. Einnig orti Halldór ýmiskonar kvæði og gaf út fjórar minningasögur, ein þeirra er bókin ''Í túninu heima''.<ref>Laxness.is. Sótt 22.4.2009.</ref> Auk þess samdi hann fimm leikrit og leikgerð að einni skáldsögu, en fyrsta leikritið samdi Laxness ekki fyrr en hann var orðinn þroskaður höfundur, ''Straumrof'', 1934.<ref>Gljúfrasteinn, Hús skáldsins. Kvikmyndadraumar. Sótt 23.4.2009.</ref>
 
Verk Halldórs eru fjölbreytt og hafa komið út í meira en 500 útgáfum og á 43 tungumálum auk móðurmálsins. Halldór þýddi verk frá öðrum og þar má nefna ''[[Birtíngur|Birtíng]]'' eftir [[Voltaire]], ''[[Vopnin kvödd]]'' eftir [[Ernest Hemingway]] og ''[[Fjallkirkjan|Fjallkirkjuna]]'' eftir [[Gunnar Gunnarsson]].<ref>Gljúfrasteinn, Húss skáldsins. Skáldið. Sótt 23.4.2009.</ref>
 
{| cellspacing="10" |
|-
|
=== Skáldsögur ===
* 1919 – [[Barn náttúrunnar]]
* 1924 – [[Undir Helgahnúk]]
* 1927 – [[Vefarinn mikli frá Kasmír]]
* 1931-32 – [[Salka Valka]]
* 1934-35 – [[Sjálfstætt fólk]]
* 1937-40 – [[Heimsljós]]
* 1943-46 – [[Íslandsklukkan]]
* 1948 – [[Atómstöðin (skáldsaga)|Atómstöðin]]
* 1952 – [[Gerpla (skáldsaga)|Gerpla]]
* 1957 – [[Brekkukotsannáll]]
* 1960 – [[Paradísarheimt]]
* 1968 – [[Kristnihald undir Jökli (bók)|Kristnihald undir Jökli]]
* 1970 – [[Innansveitarkronika]]
* 1972 – [[Guðsgjafaþula]]
 
=== Smásögur ===
* 1923 – [[Nokkrar sögur]]
* 1933 – [[Úngfrúin góða og Húsið]]
* 1933 – [[Fótatak manna]] (sögur síðar gefnar út í ''Þáttum'')
* 1935 – [[Þórður gamli halti]] (síðar gefin út í ''Þáttum'')
* 1942 – [[Sjö töframenn]] (sögur síðar gefnar út í ''Þáttum'')
* 1954 – [[Þættir]] (fyrri smásögur endurútgefnar)
* 1964 – [[Sjöstafakverið]]
 
=== Leikrit ===
* 1934 – [[Straumrof]]
* 1950 – [[Snæfríður Íslandssól]] (upp úr Íslandsklukkunni)
* 1954 – [[Silfurtúnglið]]
* 1961 – [[Strompleikurinn]]
* 1962 – [[Prjónastofan Sólin]]
* 1966 – [[Dúfnaveislan]]
* 1970 – [[Úa (leikrit)|Úa]] (upp úr Kristnihaldi undir Jökli)
* 1972 – [[Norðanstúlkan]] (upp úr Atómstöðinni)
| valign="top" |
=== Ljóð ===
* 1925 – Únglíngurinn í skóginum
* 1930 – [[Kvæðakver]]
 
=== Ritgerðir og greinar ===
* 1925 – [[Kaþólsk viðhorf]]
* 1929 – [[Alþýðubókin]]
* 1937 – [[Dagleið á fjöllum]]
* 1942 – [[Vettvángur dagsins]]
* 1946 – [[Sjálfsagðir hlutir]]
* 1950 – [[Reisubókarkorn]]
* 1955 – [[Dagur í senn]]
* 1959 – [[Gjörníngabók]]
* 1963 – [[Skáldatími]]
* 1965 – [[Upphaf mannúðarstefnu]]
* 1967 – [[Íslendíngaspjall]]
* 1969 – [[Vínlandspúnktar]]
* 1971 – [[Yfirskygðir staðir]]
* 1974 – [[Þjóðhátíðarrolla]]
* 1977 – [[Seiseijú, mikil ósköp]]
* 1981 – [[Við heygarðshornið]]
* 1984 – [[Og árin líða]]
* 1986 – [[Af menníngarástandi]]
 
=== Ferðasögur ===
* 1933 – [[Í Austurvegi]]
* 1938 – [[Gerska æfintýrið]]
 
=== Minningasögur ===
* 1952 – [[Heiman eg fór]]
* 1975 – [[Í túninu heima]]
* 1976 – [[Úngur eg var]]
* 1978 – [[Sjömeistarasagan]]
* 1980 – [[Grikklandsárið]]
* 1987 – [[Dagar hjá múnkum]]