„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Viðbót
Viðbót
Lína 10:
Í bók Björns Th. Björnssonar, ''Muggur, ævi hans og list'', Helgafell 1960, er sagt frá því að Muggur hafi málað litlar landslagsmyndir í olíulitum á Sauðafelli og hafi orðið elskur að útsýninu fram í Hundadalina, séð af klettunum milli Sauðafells og Erpsstaða. Þá útsýn velur hann einnig fyrir smalamyndir líkar þeim sem hann gerði árið áður og fær þá einn af sonum Björns sýslumanns Bjarnarsonar til að sitja fyrir. Auk þess málar hann mynd af gömlu kirkjunni á Sauðafelli og aðra af bæjarhúsunum á Kvennabrekku. Þekktasta málverkið af Sauðafelli er eftir Collingwood en frummynd þess verks er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands.
 
Björn Bjarnarson (1853-1918), sýslumaður, bjó á Sauðafelli 1891 til 1915. Hann var þingmaður Dalamanna um skeið og stofnaði Listasafn Íslands 1885. Gamla sýslumannshúsið á Sauðafelli, sem var endurbyggt af miklum myndarbrag á árunum 2013 til 2016, var upphaflega reist 1897. Þingstaður var á Sauðafelli.
 
Finnbogi Finnsson ( -1953) og Margrét Pálmadóttir (1866-1935), sem bjuggu þá á Svínhóli, keyptu Sauðafell 1918 og bjuggu þar til æviloka og hvíla í kirkjugarðinum á Sauðafelli. Frá þeim Sauðafellshjónum er stækkandi ættbogi og barnabörn þeirra stóðu árið 2016 að útgáfu á ljóðum Margrétar, ''Ljóð Margrétar Pálmadóttur frá Sauðafelli'', Reykjavík 2016. Þar er eftirfarandi stöku að finna:
Lína 24:
Breskur loftvarnarbelgur, sem slitnað hafði frá Bretlandi í seinni heimsstyrjöldinni og hrakist til Íslands, náðist við Sauðafell í nóvember 1940. Sauðafellstunga nefnist svæðið á milli Miðár og Tunguár og í Tunguá er Svalbarðsfoss.
 
Kirkja var á Sauðafelli til 1919 en var þá rifin og lögð af þegar ný kirkja var reist á [[Kvennabrekka|Kvennabrekku]]. Tvær kirkjur voru í Miðdalasókn, annars vegar á Sauðafelli og hins vegar í Snóksdal. Hörðdælingar eiga kirkjusókn að Snóksdal. Messað var til helminga í hvorri kirkju. Í Sauðafellssókn voru eftirfarandi fimmtán bæir: Háafell, Svarfhóll, Fellsendi, Þórólfsstaðir, Erpsstaðir, Sauðafell, Gröf, Breiðabólstaður, Hlíðartún, Skallhóll (áður Hvítskjaldarhóll), Fremri-Hundadalur, Neðri-Hundadalur, Bær, Skörð og Hamraendar. ÞingstaðurHvorki tilheyrði lénsjörð prestakallinu né ákveðin bújörð prestinum. Sauðafellskirkja átti land í Sauðfellingamúla og afrétt á Sanddal. Hlaðin fjárrétt var í Fellsendalandi og réttað var á Sauðafelliföstudaginn í 21. viku sumars. Sauðafellskirkja átti einnig Kross í Haukadal og Hamra í Laxárdal.
 
'''SAUÐAFELL'''