„Gálgahraun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
flokkun
Hornstrandir1 (spjall | framlög)
mynd
Lína 1:
[[Mynd:Galgahraun Aug. 2018 17.jpg|thumb|Gálgahraun]]
'''Gálgahraun''' er sérstæð [[hraun]]spilda á [[Álftanes]]i, nyrst í [[Garðahraun]]i við botni [[Lambhúsatjörn|Lambhúsatjarnar]]. Hraunið er komið úr [[Búrfell upp af Hafnarfirði|Búrfelli]] ofan Hafnarfjarðar. Það er hluti af miklu hrauni sem þaðan rann fyrir um 8000 árum og nefnist einu nafni [[Búrfellshraun]]. Aðrir hlutar hraunsins eru t.d. [[Garðahraun]] og [[Hafnarfjarðarhraun]]. Gálgahraun er kennt við háan, klofinn hraundranga, ''Gálgaklett'', þar sem sakamenn voru hengdir og dysjaðir. Þar var refsingarstaður þingsins í [[Kópavogur|Kópavogi]]. Umboðsmaður Danakóngs á Bessastöðum hafði refsingarstaðinn svo til í túnjaðrinum hjá sér.