„Höskuldur Dala-Kollsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 3 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3480155
Óli Gneisti (spjall | framlög)
m setti hlekk á Hrút.
Lína 1:
'''Höskuldur Dala-Kollsson''' var stórbóndi og héraðshöfðingi í Dalasýslu snemma á [[10. öldin|10. öld]] og bjó á [[Höskuldsstaðir|Höskuldsstöðum]] í Laxárdal. Bærinn er vestarlega í dalnum, sunnan Laxár.
 
Höskuldur var sonur [[Dala-Kollur Veðrar-Grímsson|Kolls]], sem [[Laxdæla]] ættfærir ekki en er sagður sonur Veðrar-Gríms Ásasonar hersis í [[Sturlubók]] [[Landnáma|Landnámu]], og Þorgerðar, dóttur [[Þorsteinn rauður|Þorsteins rauðs]] sem verið hafði konungur í [[Skotland]]i, en Skotar drápu. Amma Þorgerðar var [[Auður djúpúðga Ketilsdóttir|Unnur (Auður) djúpúðga]], landnámskona í [[Hvammur í Dölum|Hvammi í Dölum]]. Hálfbróðir Höskulds var [[Hrútur Herjólfsson]]. Koma þeir bræður allnokkuð við sögu í [[Laxdæla|Laxdælu]] og [[Njála|Njálu]].
 
Höskuldur tók ungur við búi er faðir hans lést og gerðist snemma voldugur í héraði. Kona hans var Jórunn, dóttir [[Björn (landnámsmaður á Ströndum)|Bjarnar]] landnámsmanns í [[Bjarnarfjörður|Bjarnarfirði]] á [[Strandir|Ströndum]] og þótti hún góður kvenkostur. Hún var systir [[Svanur á Svanshóli|Svans]] galdramanns, þess sem síðar gekk í [[Kaldbakshorn]]. Börn þeirra voru Þorleikur, Bárður, [[Hallgerður langbrók|Hallgerður]], sem kölluð var langbrók, og Þuríður.