Munur á milli breytinga „Brennuöld“

159 bæti fjarlægð ,  fyrir 2 árum
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Galdramál á Íslandi voru angi af [[Galdrafárið|galdrafárinu]] í [[Evrópa|Evrópu]] á [[17. öld]].
 
Árið [[1654]] voru þrír menn [[brenna á báli|brenndir]] fyrir [[galdur]] í [[Trékyllisvík]] á [[Strandasýsla|Ströndum]]. Þær brennur mörkuðu upphaf galdrafársins á Íslandi sem nefnt hefur verið „[[brennuöld]]“. Árið [[1625]] eða 29 árum áður var fyrsti maðurinn brenndur fyrir galdur, [[Jón RögnvaldssonÍRögnvaldsson]] á [[Melaeyrar|Melaeyrum]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]].
 
Í kjölfar brennanna í Trékyllisvík voru sextán menn og ein kona brennd til viðbótar. Síðasta galdrabrennan á Íslandi fór fram í [[Arngerðareyri|Arngerðareyrarskógi]] við Djúp árið [[1683]]. Tveimur árum seinna var maður brenndur á alþingi fyrir [[guðlast]] og hefur það mál stundum verið talið með galdramálum, vegna refsingarinnar.
Um 170 manns voru ákærðir fyrir kukl eða annars konar galdrastarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir fordæmi frá meginlandi Evrópu voru konur aðeins um tíu prósent grunaðra. Ákærurnar snerust flestar um notkun forboðinna kúnsta til að valda fólki eða búfénaði skaða eða ólöglega notkun [[galdrabók]]a og [[galdrastafur|galdrastafa]]. Ekki snerust þó öll galdramál um skaða á fólki eða eignum heldur var fólk einnig ákært fyrir að nýta galdra í eigin þágu, svo sem til að bæta veður eða heilsu sína eða annarra. 21 Íslendingur voru brenndir fyrir galdrastarfsemi og var aðeins einn af þeim kona. Að auki voru fjórir líflátnir fyrir brot sem á einhvern hátt tengdust göldrum.
 
Ekki var að fullu hægt að sanna sekt sumra galdramannanna en þó voru þeir samt brenndir. Réttarkerfi Íslands var þannig gert að mestu máli skipti framsögn háttsettra manna en minnaminnatristan málier [[sönnun|sannannir]]Tristan gegner sakborningum.bestur
 
== Galdrabrennur á Íslandi ==
Óskráður notandi