„John Lennon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
Árið 1969 tilkynnti Lennon hinum bítlunum að hann væri hættur í hljómsveitinni. Forstjóri Apple útgáfufyrirtækisins bað hann þó um að halda því leyndu að hann væri hættur. Í [[apríl]] [[1970]] tilkynnti Paul McCartney það opinberlega að Bítlarnir væru hættir saman, án þess að ráðfæra sig við hina Bítlana.
 
Lennon hóf sólóferil strax eftir að bítlarnir hættu saman og gaf út plötuna ''[[Plastic Ono Band]]'' árið 1970. Árið [[1971]] kom svo út platan ''[[Imagine]]'', þar sem er m.a. að finna lagið „[[Imagine]]“, eitt frægasta lag Lennons.
 
Árið 1971 fluttust Lennon og Ono til [[New York borg|New York]] og átti Lennon aldrei eftir að koma aftur til Englands eftir það.
 
[[1972]] kom út platan ''[[Some Time in New York City]]'' og [[1973]] kom út platan ''[[Mind Games]]''.
 
Plöturnar ''[[Walls and Bridges]]'' ([[1974]]) og ''[[Rock 'n' Roll]]'' ([[1975]]) komu út á tímabili í lífi Lennons sem vanalega er kallað „The Lost Weekend“. Á þessum tíma voru hann og Yoko aðskilin og bjó hann í [[Los Angeles]] en hún í New York. Þetta tímabil einkenndist af miklu sukki af hálfu Lennons.
 
Árið 1975 fór hann aftur til New York og tók saman við Yoko. Þau eignuðust soninn Sean sama ár. Næstu árin voru róleg í lífi Lennons og sneri hann sér alfarið frá tónlist og einbeitti sér að því að vera heimilisfaðir.
 
Árið [[1980]] fór hann að taka upp tónlist á nýjan leik og það gerði Yoko einnig. Afraksturinn varð platan ''[[Double Fantasy]]'' þar sem hvort um sig samdi og söng helminginn af lögunum.
 
[[8. desember]] sama ár lést John Lennon svo með sviplegum hætti þegar Mark David Chapman, geðsjúkur „aðdáandi“, skaut Lennon fjórum skotum í bakið fyrir utan Dakota bygginguna í New York, þar sem John og Yoko áttu heima.