„Holland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steinbach (spjall | framlög)
Ortográfia reduzida
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti
Lína 48:
 
=== Orðsifjar ===
Holland hét upphaflega Holtland (eða Holtlant), sem merkir ''skógarland''. Þó er Holland eingöngu eitt (reyndar tvö) af tólf héruðum landsins. Upphaflega kallaðist landið allt, ásamt Belgíu, Niðurlönd (''Nederlanden'') í fleirtölu. Heitið er til komið sökum þess að þeim var stjórnað af hertoganum frá Búrgund og hann kallaði löndin neðri löndin, í þeirri merkingu að þau lægju neðar með stórfljótunum. Þegar sjálfstæði Hollands var viðurkennt [[1648]] hét það Nederlanden (''Niederlande'' á [[Þýska|þýsku]], ''Netherlands'' á [[enska|ensku]], ''Les Pays basBas'' á [[Franska|frönsku]]). En sökum þess að héraðið Holland er aðalhérað landsins og tók sig mest fram í sjálfstæðisstríðinu við Spánverja, fóru menn að nota orðið Holland um landið allt. Á íslensku hefur orðið Niðurlönd aldrei verið mikið notað, en hafa ber í huga að landið heitir opinberlega Nederlanden á hollensku og það getur verið móðgun við marga Hollendinga að kalla landið Holland, ekki ólíkt því að tala um allt Bretland sem [[England]].
 
=== Mannfjöldi ===