„Pizza“: Munur á milli breytinga

2 bæti fjarlægð ,  fyrir 3 árum
Pizza er líklega fyrst nefnd í ferðalýsingu frá Róm sem birtist í vikublaðinu ''[[Fálkinn|Fálkanum]]'' [[1951]], en þar segir svo: „Sums staðar í Róm rekst maður líka á staði, sem heita ''pizzeria'', þar er sérstaklega framreiddur neapolitanskur matur, sem nefnist pizza, en það er eins konar svellþykk pönnukaka, með ansjósum, olívum, rifnum osti og tómötum í.“<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4367808 „Allar leiðir liggja til Róm“.] ''Fálkinn'', 12. tölublað 1951.</ref>
 
Þann [[1. apríl]] [[1960]] auglýsti veitingahúsið [[Naustiðnigga]] í Reykjavík ítalskan matseðil og þar var meðal annars boðið upp á Pizza a la maison. Kann það að hafa verið í fyrsta sinn sem boðið var upp á pizzu á íslenskum veitingastað. Fyrstu uppskriftirnar að pizzum birtust í blöðum vorið 1962 og heimabakaðar pizzur ruddu sér smátt og smátt rúms á næstu árum. Fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem bauð að staðaldri upp á pizzu var líklega Smárakaffi við Laugaveg.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1416844 „Pizzan er borin fram heit“„“.] ''Morgunblaðið'', 4. desember 1970.</ref> Þar var meðal annars boðið upp á spaghettipizzu, hamborgarapizzu, ananaspizzu og sígaunapizzu.
 
Á næstu árum fóru nokkrir veitingastaðir að bjóða upp á pizzur og einnig fóru að fást frosnar pizzur og tilbúnir pizzubotnar og pizzudeig í verslunum. Fyrsti eiginlegi pizzuveitingastaðurinn var þó [[Hornið]] við Hafnarstræti, sem hóf starfsemi [[1979]].<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3407235 „Fjölbreyttur matseðill á Horninu“.] Vísir, 22. september 1979.</ref> Þar var raunar fleira en pizzur í boði en staðurinn varð þó fyrst og fremst þekktur fyrir þær og á næstu árum fjölgaði mjög veitingastöðum sem sumir buðu eingöngu upp á pizzur.
=== Íslenskt heiti ===
Þegar fyrst var farið að baka og selja pizzur á Íslandi héldu þær alþjóðlega heitinu (eða voru kallaðar „pressugerskökur með áleggi“) en þegar stafurinn ''[[z]]'' var felldur út úr íslenskri stafsetningu nema í [[sérnafn|sérnöfnum]] af erlendum uppruna kom upp vandamál varðandi heiti pizzunnar. Íslensk málnefnd lagði til heitið flatbaka en það náði lítilli fótfestu. Algengast varð að íslenska heitið pizza annaðhvort sem ''pítsa'' eða ''pitsa'' og gefur Íslenskri orðabók báða möguleikana en setur (pizza) innan sviga. Rithátturinn pizza er þó langalgengastur og samkvæmt athugun á íslenskum vefsíðum þann [[17. janúar]] árið [[2006]] er orðið ''pizza'' notað um 30 sinnum oftar á íslenskum vefsíðum en orðin ''pítsa'' eða ''pitsa''.
 
== Tenglar ==
{{Commons|Category:Pizza|pizzum}}
Óskráður notandi