„Enska fyrsta deildin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 32 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q19565
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Enska fyrsta deildin''' er þriðja efsta deildin í [[enska knattspyrnudeildarkerfið|knattspyrnudeildarkerfinu]] í [[England|Englandi]]. Þátttökuliðin eru 24 talsins, þau tvö efstu og sigurvegarar í umspilskeppni færast upp í [[enska meistaradeildin|ensku meistaradeildina]] en botnliðin fjögur falla niður í [[enska önnur deildin|aðra deild]]. [[Wigan Athletic F.C.|Wigan]] vann deildina leiktíðina 2017-18.
'''Enska fyrsta deildin''' er [[England|ensk]] deild í [[knattspyrna|knattspyrnu]].
 
==Saga og nafngift==
{{Stubbur|knattspyrna}}
Þriðja deildin var stofnsett fyrir leiktíðina 1920-21 með 22 liðum. Þegar árið eftir var henni skipt upp í tvennt: norður- og suðurhluta. Efsta liðið í hvorum hluta færðist upp um deild, en neðstu tvö liðin sitthvoru megin máttu sæta því að greidd voru atkvæði um áframhaldandi veru þeirra í deildarkeppninni. Í langflestum tilvikum héldu liðin þó sætum sínum.
 
Fyrir leiktíðina 1958-59 var deildarkerfið tekið til endurskoðunar, norður- og suðurhlutarnir voru sameinaðir í eina þriðju deild á ný og fjórða deildin stofnuð þar fyrir neðan. Tvö efstu liðin komust nú upp í aðra deild en þau fjögur neðstu féllu. Þessi tilhögun gerði það að verkum að afar erfitt var að komast upp um deild, þar sem sterkustu lið áttu til að stinga af. Til að auka spennuna og gefa fleiri liðum möguleika, var umspilsfyrirkomulag tekið upp árið 1987. Upp frá því hafa liðin næst á eftir toppsætunum tveimur barist um síðasta lausa sætið í deildinni fyrir ofan.
 
Með stofnun [[enska úrvalsdeildin|úrvalsdeildarinnar]] árið 1992 var nöfnum deildanna þar fyrir neðan breytt: önnur deild varð fyrsta deild og svo koll af kolli. Árið 2004 var nafni fyrstu deildarinnar (áður annarrar deildar) breytt í „ensku meistaradeildina“. Þar með breyttist nafn deildanna þar fyrir neðan á ný. Þessar sífelldu nafnbreytingar í ensku deildarkeppninni valda oft misskilningi og freistast ýmsir því til að tala um B-deild, C-deild og D-deild í stað hinna formlegu heita.
 
{{Stubbur|knattspyrna}}
[[Flokkur:Enskar knattspyrnudeildir]]