„Sólarsella“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Poecilotheria36 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
GünniX (spjall | framlög)
m ref tag
Lína 6:
Ljósspenna, það er að segja spenna sem fæst úr ljósi var fyrst uppgötvuð árið 1839 af franska eðlisfræðingnum [[Edmond Becquerel]]. Í tilraun sinni komst hann að því að batterí með silfurplötu gæfu meiri spennu ef að ljós skini á plöturnar. Árið 1883 bjó [[Charles Edgar Fritts]] til fyrstu sólarselluna úr selenium sem er í grunnatriðum eins og kísil — sólarsellur nútímans. Sú sólarsella var samansett úr þunnri selenium flögu þakin þunnu neti af gullvírum og glerplötu. Með þessari sólarsellu fékkst um 1% nýting (hlutfall sólarorku sem breytt er í rafmagn). Á [[1941-1950|5. áratug]] [[20. öldin|20. aldar]] fóru sólarsellurnar að taka stórstigum framförum á nýtingu sólarorkunnar með tilkomu [[hálfleiðari|hálfleiðara]].<ref name="Boyle68">Boyle, Godfrey (2004): 68.</ref>
 
Kísilplata sem var dópuð, var fundin upp 1948, gaf mun meiri nýtni heldur en fyrri sólarsellur eða um 6% nýtni. </ref>
Árið 1958 var síðan fyrsta sólarsellan notuð sem orkulind á gervihnetti. Á síðustu áratugum 20. aldar hafa hins vegar sólarsellur þróast mikið bæði með lækkun framleiðslukostnaðar og nýtni.<ref name="Boyle68" />