„Alsír“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 46:
 
=== Sjáfstæðisbarátta ===
'''Það sem leiddi til stríðs'''
 
Áður en Frakkar tóku yfir Alsír var Alsír undir Tyrkjaveldi. Deilur milli Tyrkja og Frakka urðu til þess að Frakkar réðust inn í Alsír árið 1830. Eftir mörg ár náðu Frakkar að brjóta mótspyrnu Alsírmanna niður og Alsír varð hluti að Frakklandi árið 1848.
 
Frakkar og fleiri Evrópubúar urðu gríðarlega hrifnir af landinu og margir settust þar að. Alsír var skilgreint sem óaðskiljanlegur hluti af Frakklandi.
 
Eftir seinni heimstyrjöld fengu Alsíringar ásamt öðrum nýlendum von um sjálfstæði og fengu flestar nýlendur Frakka og Breta sjálfstæði hver af annari. En hvað Alsír varðaði kom það ekki til greina af hálfu Frakka og því risu Alsíringar af afrískum uppruna upp.
 
'''Stríðið 1954-1962'''
 
Þar sem franski herinn var mjög öflugur og talinn vera einn af sterkustu í heimi var eina von Alsírmanna skæruhernaður og hryðjuverk.
 
Þann 1. nóvember 1954 réðust skæruliðar úr Frelsishreyfingu Alsíringa, FLN, á franska herinn í sprengjutilræði sem kostaði mörg mannslíf. Árið 1956 hóf FLN mikla herferð, sem var kölluð ,,Orrustan um Algeirsborg”. Sú herferð var mjög blóðug og var mikið um hryðjuverk, sprengjutilræði og árásir úr launsátri.
 
Þessi skæruhernaður og hryðjuverk varð til þess að franska samfélagið í Alsír (pieds noirs) var orðið mjög óttaslegið.
 
Frakkar gerðu leiðtoga sinn úr seinni heimsstyrjöld, Charles De Gaulle, að forseta árið 1958 í þeirri von um að hann gæti stöðvað uppreisnina.  Eftir nokkurn tíma áttaði hann sig á því að stríðið í Alsír væri vonlaust. Það reitti pieds noirs til reiði og neituðu þeir síðar að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Alsír.
 
Þann 1. júlí 1962 var boðað til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Alsír. Meirihluti fólks kaus með sjálfstæði og varð Alsír sjálfstætt ríki þann 3. júlí sama ár.
 
Alsírskir sagnfræðingar telja að um 1,5 milljón Alsíringa hafi fallið í þessu stríði á meðan franskir sagnfræðingar telja að um 400.000 íbúar beggja ríkjanna hafi fallið.
 
=== Þjóðflokkaátök á 20. öld ===