„Heimspeki síðfornaldar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Beygingar eða innsláttarvilla
 
Lína 4:
Í þrengri skilningi lýkur hellenískri heimspeki þegar [[Helleníski tíminn|helleníska tímanum]] lýkur en seinni mörk hans miðast oftast við árið [[31 f.Kr.]] eða árið [[27 f.Kr.]] Þá er ýmist sagt að heimspeki síðfornaldar hefjist en stundum er einnig sagt að þá taki við tími [[Rómversk heimspeki|rómverskrar heimspeki]]. Aftur á móti er hellenísk heimspeki stundum talin ná einnig yfir rómverska heimspeki og vara út [[2. öld|2. öld e.Kr.]] Þá er upphaf heimspeki síðfornaldar talið vera um árið [[200|200 e.Kr.]] Hér verður notast við þau viðmið.
 
Efri mörk heimspeki síðfornaldar miðast við upphaf [[miðaldaheimspeki]]. Oftast er sagt að [[Miðaldir|miðaldir]] hefjist árið [[476|476 e.Kr.]] við táknrænt fall Vestrómverska ríkisins. Aftur á móti er stundum sagt að miðaldir hefjist mun fyrr eða árið [[312|312 e.Kr.]] þegar [[Konstantín mikli]] keisari í [[Rómaveldi]] tók [[kristni]].<ref>Sjá David Luscombe, ''Medieval Thought'' (Oxford: Oxford University Press, 1997): 2.</ref> Heimspekingar eins og [[Ágústínus]] kirkjufaðurkirkjufaðir og [[Boethius]] teljast ýmist fyrstu miðaldaheimspekingarnir (einkum vegna kennivalds þeirra og mikilvægis á miðöldum) en oftast síðustu heimspekingar fornaldar. Því má segja að heimspeki síðfornaldar (og þar með [[Fornaldarheimspeki|heimspeki fornaldar]] ljúki um árið [[500|500 e.Kr.]]
 
Allt frá því snemma á hellenískum tíma til loka 2. aldar hafði [[stóuspeki]] verið vinsælasta og ein mikilvægasta heimspekistefnan. Stóuspeki naut áfram vinsælda í síðfornöld en eigi að síður tók svonefndur [[nýplatonismi]] við af henni sem leiðandi stefna í heimspeki.<ref>Hugtakið „nýplatonismi“ var raunar ekki til í fornöld. Sjálfir kölluðu nýplatonistarnir sig bara platonista.</ref> [[Aristótelismi|Aristótelísk heimspeki]], [[pýþagórismi]], [[epikúrismi]] og [[efahyggja]] voru enn til sem heimspekistefnur en flestir mikilvægustu heimspekingar síðfornaldar voru þó nýplatonistar. Aristótelismi hafði að vísu meiri áhrif á nýplatonismann en hann hafði áður haft á platonisma.