„Ár“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q577
Leiðrétti
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
Ár Hár Dár Lár
'''Ár''' er [[tími|tímaeining]], sem miðast við göngu [[jörðin|jarðar]] kringum [[sólin]]a. '''[[Hvarfár]]''' er tíminn milli [[sólstöður|sólstaða]] og er hið náttúrulega árstíðaár. '''Sólár''' er umferðartími jarðar miðað við [[fastastjarna|fastastjörnurnar]] og er 365,25636 dagar, en ([[gregoríska tímatalið|gregorískt]]) '''almanaksár''' er 365,2425 dagar að [[meðaltal]]i.
 
Vegna þess að árið er um það bil fjórðungi degi lengra en sem nemur heilum dögum ársins, er [[tímatal]]ið hannað þannig að eitt ár er að jafnaði 365 dagar, nema að bætt er við aukadegi fjórða hvert ár (þegar ártalið er deilanlegt með tölunni 4). Þetta fjórða ár nefnist [[hlaupár]] og bætist aukadagurinn við [[febrúar]]mánuð. Undantekning er síðustu ár alda en þau eru ekki hlaupár, nema þegar talan 400 gengur upp í ártalinu, t.d. var árið 2000 hlaupár, en ekki árið 1900.
 
Árinu er enn fremur skipt upp í tólf [[mánuður|mánuði]], sem hafa misjafna lengd; ýmist 30 eða 31 sólarhringur, nema annar mánuður ársins, febrúar, hann hefur 28 daga, en 29 þegar hlaupár er.
 
== Uppruni orðsins ==