„Síðasta kvöldmáltíðin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 50 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q51633
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Síðasta kvöldmáltíðin''' er í [[Guðspjöllin|guðspjöllum]] [[Nýja testamentið|Nýja testamentisins]] síðasta [[máltíð]]in sem [[Jesús]] deildi með [[lærisveinar Krists|lærisveinum]] sínum. Samkvæmt [[kirkjudagatalið|kirkjudagatalinu]] átti hún sér stað á [[Skírdagur|skírdag]], daginn fyrir [[Föstudagurinn langi|föstudaginn langa]]. [[Kristni]]r menn minnast kvöldmáltíðarinnar í [[altarisganga|altarisgöngunni]] með því að drekka [[messuvín]] og borða [[obláta|oblátu]]. Altarisgangan er eitt af sjö [[sakramenti|sakramentum]] [[rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunnar]] og eitt af tveimur sakramentum [[mótmælendatrú|mótmælendakirkna]].
 
Síðasta kvöldmáltíðin eða "[[The Last Supper|the last supper]]" er eitt af þeim [[Málverk|málverkum]] sem [[Listamaður|listamaðurinn]] [[Leonardo da Vinci]] er þekktastur fyrir. Málverkið er einnig eitt frægasta málverk allra tíma. Da Vinci er talin hafa málað myndina í kringum árin 1495-1496. Myndin var gerð á [[Klausturveggur|klausturvegg]] í [[Mílanó]] og er 460cm × 880 cm og þekur allan vegginn. Da Vinci var einn af listamönnum [[Endurreisnartímabilið|endurreisnartímabilsins]] og er því myndin máluð í þeim [[Stíll|stíl]]. Þegar Da Vinci málaði myndina á prófaði hann nýtt undirlag á vegginn, sem er líklegasta ástæðan fyrir því af hverju myndin varðveitist svona illa.
{{stubbur}}
 
Síðasta kvöldmáltíðin sýnir viðbrögð lærisveina [[Jesús frá Nasaret|Jesú]] þegar hann tilkynnir þeim að einn þeirra muni svíkja sig. Allir lærisveinarnir sýna mismunandi viðbrögð. [[Júdas]] klæðist gænu og bláu og er í skugga myndarinnar og lítur fremur hissa á svipinn. Hann heldur á litlum poka sem gæti mögulega táknað [[Silfur|silfrið]] sem hann fékk í staðinn fyrir að svíkja Jesú.  [[Pétur postuli|Pétur]] er [[Reiði|reiður]] á svipinn og heldur á [[Hnífur|hníf]] sem snýr frá Jesú. Leonardo málar alla lærisveina á einni hlið borðsins svo að enginn þeirra snúi baki í áhorfendur.
 
Myndin hefur ekki varðveist vel þar sem veggurinn sem myndin var máluð á er fremur þunnur og viðkvæmur. Í kringum 1517 var myndin byrjuð að flagna og árið 1532 lýsti [[Girolamo Cardano|Gerolamo Cardano]] myndinni sem óskýrri og litlausri miðað við það sem hann sá þegar hann var strákur. Árið 1556 var myndin skilgreind sem ónýt af [[Gian Paolo Lomazzo]]. [[Endurnýjun]] á myndinni var þó gerð árið 1726 og aftur frá 1951 til 1954 eftir að myndin skaddaðist í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimstyrjöldinni]].
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = Last Supper | mánuðurskoðað = 1.desember | árskoðað = 2017}}
 
[[Flokkur:Nýja testamentið]]