„Lúcretíus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
+img
Lína 2:
 
== Ævi Lúcretíusar ==
[[File:T. Lucretii Cari De rerum natura.tif|thumb|''De rerum natura'', 1570]]
Lítið er vitað um ævi Lúcretíusar. Ein heimildin er þýðing heilags [[Hýerónýmus]]ar á verki [[Evsebíosar]] ''[[Chronicon]]''. Hýerónýmus bætir við vitnisburði frá [[Súetóníus]]i en umfjöllun Hýerónýmusar telst raunar ekki vera mjög örugg heimild. Samkvæmt Hýerónýmusi, fæddist Lúcretíus árið 94 f.Kr. og lést 43 ára að aldri. Hann segir að Lúcretíus hafi orðið vitstola af ást og að verkið hafi verið ritað er líðan Lúcretíusar varð betri inn á milli, og að seinna hafi Lúcretíus fyrirfarið sér. Þessar staðhæfingar um ævi Lúcretíusar hafa verið dregnar í efa af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi leggur epikúrisminn sem Lúcretíus útlistar í kvæði sínu mikla áherslu á skynsemi og rétta dómgreind og hvetur menn til að halda sig frá allri rómantík; í öðru lagi viðist líklegt að Hýerónýmus, sem var einn af [[Kirkjufeðurnir|kirkjufeðrunum]], hefði viljað grafa undan heimspeki Lúcretíusar, sem felur í sér vantrú á hvers kyns handanlíf eftir dauðann og á [[guð]]i sem láta sig mál manna varða.