„Vélinda“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 78 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q173710
SvartMan (spjall | framlög)
m forn orðmynd tekin fram
Lína 1:
[[Mynd:Tractus intestinalis esophagus.svg|thumb|right|Vélinda í manni.]]
'''Vélinda''' (áður vjelindi) er rör eða pípa sem flytur fæðuna frá [[munnur|munninum]] niður í [[Magi|maga]]. Í fullvöxnum manni er vélindað yfirleitt 25-30 cm að lengd.
 
Vöðvarnir í vélindanu sjá til þess að flytja fæðuna úr [[kok]]inu niður að [[magaop]]inu. Að innan er vélindað þakið [[slímhúð]] sem auðveldar fæðunni að renna niður og ver vélindaveggina fyrir áreiti. Neðst í vélindanu, þar sem það opnast inn í magann, er sterkur [[hringvöðvi]] sem lokar yfirleitt fyrir flæði úr maganum upp í vélindað en opnast þegar hleypa þarf fæðu eða vökva úr vélindanu niður í magann. Ef þessi vöðvi starfar ekki sem skyldi geta [[magasýra|magasýrur]] flætt upp í vélindað og ef það gerist oft og iðulega ([[vélindabakflæði]]) geta magasýrurnar skemmt slímhúðina, ert vélindavöðvana og valdið bólgum og óþægindum.