Munur á milli breytinga „Giuseppe Garibaldi“

ekkert breytingarágrip
'''Giuseppe Garibaldi''', fæddur undir nafninu '''Joseph Marie Garibaldi''' þann 4. júlí [[1807]] í [[Nice]] og látinn þann 2. júní 1882 í [[Caprera]], var [[Ítalía|ítalskur]] herforingi, stjórnmálamaður og þjóðernissinni. Ásamt [[Camillo Cavour]], [[Viktor Emmanúel 2.]] og [[Giuseppe Mazzini]] er hann talinn einn stofnfeðra Ítalíu sem nútímaríkis.
 
Garibaldi er ein mikilvægasta persónan sem kom að [[Sameining Ítalíu|sameiningu Ítalíu]], þar sem hannog leiddi persónulega fjölmargar herferðir sem gerðu kleift að sameina Ítalíu sem eitt ríki. Hann reyndi oftast að fara fram í umboði viðurkennds stjórnmálaafls til þess að vera ekki útmálaður sem uppreisnarseggur:byltingarmaður. Hann var útnefndur hershöfðingi bráðabirgðastjórnar [[Mílanó]] árið 1848, hershöfðingi rómverska lýðveldisins stuttlífa árið 1849 og vann í nafni Viktors Emmanúels 2. þegar hann leiddi her til að leggja undir sig [[Konungsríkið Sikiley|Konungsríki Sikileyjanna tveggja]].
 
Garibaldi var þekktur sem „hetja heimanna tveggja“ vegna hernaðaraðgerða sinna bæði í [[Evrópa|Evrópu]] og í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] sem færðu honum mikla frægð bæði í Ítalíu og erlendis. Hann átti frægð sína að þakka afar jákvæðri umfjöllun sem hann fékk meðal fjölmiðla og rómantískra rithöfunda. Frægustu rithöfundar tímabilsins, sérstaklega í [[Frakkland|Frakklandi]], þar á meðal [[Victor Hugo]], [[Alexandre Dumas]] og [[George Sand]], vottuðu honum aðdáun sína. [[Bretland]] og [[Bandaríkin]] komu Garibaldi oft til aðstoðar og veittu honum bæði fjár- og hernaðaraðstoð á erfiðustu köflum sjálfstæðisbaráttunnar.
 
Garibaldi var harður lýðræðissinnilýðveldissinni en þó fær um að miðla málum og viðurkenndi því konungsvald Viktors Emmanúels í því skyni að Ítalía gæti sameinast. Þúsundmannaleiðangurinn svokallaði var hápunktur baráttu Garibaldi, en þá hernam hann suðurhluta Appenínaskaga í nafni Viktors Emmanúels og gerði hann að konungi Ítalíu. Um þetta var Garibaldi ólíkur Mazzini, læriföður sínum, sem neitaði að selja tryggð sína konungsfjölskyldunni.
Garibaldi lét í lægri hlut í síðustu orrustum ítölsku sameiningarstríðanna sem hann tók þátt í og því eftirlét ítalska konungsvaldið öðrum að hertaka [[Róm]].