Munur á milli breytinga „Josip Broz Tito“

ekkert breytingarágrip
Hann var aðalritari (síðar formaður) Kommúnistabandalags Júgóslavíu (1939–80) og átti síðar eftir að leiða skæruhernað júgóslavneskra andspyrnumanna gegn hernámi [[Nasismi|nasista]] (1941–45).<ref>{{cite book |title=The J Curve: A New Way to Understand Why Nations Rise and Fall|last=Bremmer|first=Ian|year=2007|publisher=Simon & Schuster|page=175}}</ref> Eftir að stríðinu lauk varð Tito forsætisráðherra Júgóslavíu (1944–63), síðan forseti (síðar forseti til lífstíðar) (1953–80) [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|sósíalíska sambandslýðveldisins Júgóslavíu]]. Frá árinu 1943 til dauðadags var hann [[marskálkur]] Júgóslavíu og æðsti yfirmaður [[Júgóslavíuher|júgóslavneska hersins]]. Í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] var Tito virtur beggja megin við [[Járntjaldið]] og hlaut 98 erlend heiðursverðlaun, þar á meðal í Frakklandi og Bretlandi.
 
Tito var helsti hönnuður síðara júgóslavneska ríkisins, sósíalísks ríkjasambands sem entist frá árinu 1942 til ársins 1992. Þrátt fyrir að vera einn stofnenda Kominformsins, alþjóðasambands kommúnistaflokka, varð Tito fyrsti meðlimur þess sem óhlýðnaðist yfirráðum [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og sá eini sem tókst að segja sig úr Kominforminu og reka áfram eigin túlkun á sósíalisma. Tito studdi sjálfstæðar brautir til sósíalisma (sem stundum voru kallaðar „þjóðerniskommúnismi“). Árið 1951 innleiddi hann sjálfsstjórnarkerfi verkamanna sem skar Júgóslavíu mjög úr hópi annarra sósíalískra ríkja. Eftir að hafa innleitt kerfi byggt á markaðssósíalisma óx hagkerfi Júgóslavíu á sjötta og sjöunda áratugnum en skrapp aftur saman á þeim áttunda. InnanríkisstefnaÍ Titosinnanríkismálum beittubeitti Tito sér fyrir bælingu á [[Þjóðernishyggja|þjóðerniskennd]] stakra ríkja innan Júgóslavíu og ræktun „bræðralags og sameiningar“ á milli þeirra. Eftir að Tito lést árið 1980 óx ágreiningur milli júgóslavnesku lýðveldanna á árunum 1991–92 og [[Upplausn Júgóslavíu|ríkið leystist upp]] í hriðu styrjalda og óeirðar sem entist út áratuginn og hefur enn áhrif á mörg fyrrverandi júgóslavnesk lýðveldi.
 
== Tenglar ==