„Eystrasaltslöndin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Upplýsingum um evru bætt við.
Lína 3:
'''Eystrasaltslöndin''' eru þrjú ríki við [[austur|austari]] strönd [[Eystrasalt]]sins. Þau eru [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litháen]]. Önnur lönd við Eystrasalt eru [[Rússland]], [[Finnland]], [[Svíþjóð]], [[Danmörk]], [[Þýskaland]] og [[Pólland]] en öll þessi lönd mynda saman [[Eystrasaltsráðið]] ásamt [[Noregur|Noregi]], [[Ísland]]i og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]].
 
Eistland, Lettland og Litháen voru undir stjórn [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] frá [[1940]]-[[1941]] og [[1944]]([[1945]])-[[1991]]. Þau eru núna sjálfstæð [[lýðræðisríki]] með eigin [[þing]] og eru öll meðlimir að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] og [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] síðan [[2004]]. Öll ríkin hafa evru að gjaldmiðli og hafa svipaðan efnahag.
 
Fyrir utan svipaða söguþróun á [[20. öldin]]ni er í raun ekki margt sem Eystrasaltslöndin eiga sameiginlegt. [[Eistneska]] er [[Finnsk-úgrísk tungumál|finnsk-úgrískt mál]] en [[Lettneska]] og [[Litháíska]] eru [[Baltnesk tungumál]] sem er undirgrein [[Indó-evrópsk tungumál|indó-evrópskra mála]]. Eistar og Lettar eru gjarnan [[lútherstrú]]ar á meðan Litháar eru [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskir]]. Rússar sem búa í mismiklum mæli í öllum löndunum eru yfirleitt í [[Rétttrúnaðarkirkjan|Rétttrúnaðarkirkjunni]]. Af þessum sökum er Eistland oft álitið hafa sterkust tengsl við [[Norðurlöndin]] en Litháen við [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] ekki síst vegna aðildar sinnar að [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldinu]] frá [[16. öld|16.]] til [[18. öld|18. aldar]].