„Posi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
AlphamaBot (spjall | framlög)
m General Fixes using AWB
Zjac (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 3:
'''Posi''' er tæki sem notað er til að taka á móti [[greiðsla|greiðslum]] í rafrænu formi. Yfirleitt finnast posar við [[búðarkassi|kassa]] í [[verslun]]um, á [[veitingahús]]um og á [[skemmtistaður|skemmtistöðum]]. Helsta tegund posa tekur á móti greiðslum með [[debetkort|debet-]] og [[kreditkort]]i, en nýrri posakerfi geta líka tekið á móti [[símgreiðsla|símgreiðslum]]. Í upphafi var [[segulrönd|segulrandarkort]]um rennt í gegnum posa og upplýsingarnar af þeim lesnar inn í tölvu. Við innleiðslu [[PIN-númer]]a lesa margir posar upplýsingar af flís á [[snjallkort]]inu. Nýjung í posakerfum er snertilaus greiðsla, þar sem viðskiptavinur getur greitt með því að snerta [[snertilaust snjallkort|kortinu sínu]] eða [[farsími|farsímann]] á lesarann. Oftast er þessi þjónusta takmörkuð lágum upphæðum vegna öryggis.
 
Orðið '''posakerfi''' á ekki bara við kortalesara en líka kassakerfi, það er segja [[forrit]] og annan búnað sem notast við meðhöndlun [[færsla|færslna]]. Dæmi um annan búnað sem notast ásamt posakerfum eru [[strikamerkjalesari|strikamerkjaslesararstrikamerkjalesarar]] og [[peningaskúffa|peningaskúffur]]. Yfirleitt eru venjulegar [[borðtölva|borðtölvur]] notaðar sem posar, en þeim má vera breytt til að mæta þörfum rekstraraðilans. Í dag er posakerfi byggð á [[spjaldtölva|spjaldtölvum]] eða [[lófatölva|lófatölvum]] líka að finna.
 
== Tengt efni ==