„Manchester“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 107:
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Manchester Town Hall from Lloyd St.jpg|thumb|Ráðhúsið í Manchester]]
[[Mynd:Beetham Tower from below.jpg|thumb|Beetham-turninn er hæsta byggingin og sést víða að.]]
 
* [[Ráðhúsið í Manchester]] er ægifögur bygging við Albertstorgið í miðborginni. Það var reist í nýgotneskum stíl og vígð [[1877]]. Turninn er 87 m hár og í honum er klukknaverk með 23 bjöllum. Sú stærsta kallast Great Abel og vegur rúmlega átta tonn. Helsti salur ráðhússins er Stóri salur (Great Hall) og er 30x15 m stór. Hann er skreyttur með tólf stórum veggmálverkum sem sýna atriði úr sögu borgarinnar. Eftir viðbætur [[1934]]-[[1938|38]] fékk byggingin tvær göngubrýr í nærliggjandi hús.
* [[Dómkirkjan í Manchester]] er ein elsta nústandandi bygging borgarinnar. Hún var reist [[1421]]-[[1506]] í síðgotneskum stíl og helguð [[María mey|Maríu mey]], heilögum Díónýsíusi og [[Heilagur Georg|heilögum Georgi]]. Kirkjan var í upphafi kaþólsk en var breytt í anglíska kirkju skömmu eftir vígsluna. [[1847]] varð hún að dómkirkju. [[1864]] var turninn rifinn og nýr reistur. Hann var ferhyrndur eins og sá gamli en hærri. Kirkjan skemmdist talsvert í loftárásum [[1940]]. Viðgerðir stóðu allt til [[1960]]. Árið [[2007]] baðst stórfyrirtækið [[Sony]] afsökunar á því að hafa notað 3D mynd af dómkirkjunni í Manchester í bardagatölvuleiknum ''Resistance: Fall of Man''.