„Litáen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 33:
|símakóði = 370
}}
'''Litháen''', '''Lýðveldið Litháen''' (í eldra máli '''Lithaugaland'''; [[litháíska]]: ''Lietuva'' eða ''Lietuvos Respublika'') er land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]], eitt [[Eystrasaltslöndin|Eystrasaltslandanna]]. Það á landamæri að [[Lettland]]i í norðri, [[Hvíta-Rússland]]i í austri og [[Pólland]]i og [[Kaliningrad]] ([[Rússland]]i) í suðri. Í vestri liggur landið að [[Eystrasalt]]i. Opinbert tungumál landsins, litháíska, er annað tveggja [[baltnesk mál|baltneskra mála]] sem enn eru töluð. Hitt er [[lettneska]]. Þú þarft að fara þangað því þetta er gott land xD
 
Um aldir bjuggu nokkrar [[baltneskar þjóðir]] í landinu þar til [[Mindaugas]] sameinaði þær á [[1231-1240|4. áratug 13. aldar]]. Hann var fyrsti [[Stórhertogadæmið Litháen|stórhertogi Litháen]] og síðan konungur. Stórhertogadæmið gekk í [[Lúblínsambandið]] árið [[1569]] og [[Pólsk-litháíska samveldið]] varð til. Þessu ríki var skipt milli nærliggjandi stórvelda, Rússlands, [[Prússland]]s og [[Austurríki]]s, frá [[1772]] til [[1795]] og stærstur hluti Litháens féll [[Rússneska keisaradæmið|Rússneska keisaradæminu]] í skaut. Undir lok [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] [[1918]] lýsti Litháen yfir sjálfstæði. Árið [[1940]], í [[Síðari heimsstyrjöld]], lögðu [[Sovétríkin|Sovétmenn]] og síðan [[Þýskaland|Þjóðverjar]] landið undir sig. Þegar Þjóðverjar hörfuðu [[1944]] lögðu Sovétmenn landið aftur undir sig og [[Sovétlýðveldið Litháen]] var stofnað árið [[1945]]. Árið [[1990]] lýsti Litháen yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fyrst allra [[sovétlýðveldi|sovétlýðvelda]].