„Hringskyrfi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m + mynd
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
m viðbætur um Brján
Lína 2:
'''Hringskyrfi''' er smitandi húðsjúkdómur í [[búfé]] sem orsakast af [[Sveppur|sveppum]] (''Tricophytus verrucosum''). Oft smitast fólk af sjúkum dýrum og myndast hárlausir blettir á líkama sjúklings en einnig fylgir kláði smitinu.
 
== Hringskyrfi á Íslandi ==
Hringskyrfi er ekki landlægur sjúkdómur hér á landi[[Ísland]]i en að minnsta kosti þrjú tilfelli hafa komið upp, öll hafa þau reynst koma með innfluttum gripum eða útlendu verkafólki.
 
=== Hringskyrfi í Þerney ===
Sumarið [[1933]] voru flutt til landsins nokkrir holdagripir frá [[Skotland|Skotlandi]] og var þeim komið fyrir í [[Þerney]] til sóttvarna. Skömmu seinna fór að koma fram hringskyrfi á dýrunum fimm. Veikin lagðist á nautgripi bóndans þar og heimilisfólkið, en ekki var staðfest að sauðfé og hross hafi veikst. Öllu búfé var síðan slátrað, nema einum kálfi sem var tekinn úr karinu og geymdur í eldhúsi húsmóðurinn þar til hann var fluttur að [[Blikastaðir|Blikastöðum]] í [[Mosfellssveit]], þar sem hann var alinn um skeið. Ítarleg sótthreinsun fór fram á gripahúsum og gengu þær eftir og tókst að uppræta sjúkdóminn í þetta sinn. Kálfurinn, sem nefndur var Brjánn var notaður til undaneldis víða um land og út af honum kom [[Galloway]]-hjörðin í [[Gunnarsholt]]i á [[Rangárvellir|Rangárvöllum]]. Brjánn smitaðist ekki af hringskyrfi og var því hægt að nota hann víða um land.
 
=== Atvik í Eyjafirði ===
Síðsumars árið [[1966]] var heimilisfólk að [[Grund]] í [[Hrafnagilshreppur|Hrafnagilshreppi]] vart við hringskyrfi í kúm á bænum. Talið var að smitið hafi borist með erlendum vinnumanni sem sinnti fjósaverkum á bænum. Smitið breiddist hratt út í hreppnum vegna samgangs nautgripa á fleiri bæjum. Auk þess varð vart við hringskyrfi í sauðfé og hrossum auk þess sem stór hópur manna fékk útbrot.
Það tókst að komast fyrir meira smit með girðingum og niðurskurði á gripum.
 
=== Þriðja tilfellið ===
Um mitt sumar [[1987]] komu til landsins tveir unglingar frá [[Svíþjóð]] til að sinna sveitaverkum að [[Mið-Grund]] í [[Vestur-Eyjafjallahreppur|Vestur-Eyjafjallahreppi]]. Stúlkan tók til hendinnar í fjósinu, en tók síðan fljótlega eftir því að hún var með rautt, hringlaga útbrot á handlegg. Eitthvað fórst fyrir að hún færi til læknis til athugunar svo hún náði að smita alla gripina í fjósinu. Það uppgötvaðist þó ekki fyrr en þremur mánuðum síðar þegar átti að klippa kýrnar. Dýralæknir staðfesti smitið. Sýkingin fór að smitast um þetta svokallaða [[Holtshverfi]], þar sem fleiri bæir en Mið-Grund voru með nautgripi. Ágætlega gekk þó að uppræta sjúkdómnum, sem hvort eð var virtist ekki hrjá skepnurnar.
Sýkingin fór að smitast um þetta svokallaða [[Holtshverfi]], þar sem fleiri bæir en Mið-Grund voru með nautgripi. Ágætlega gekk þó að uppræta sjúkdómnum, sem hvort eð var virtist ekki hrjá skepnurnar.
 
== Heimildir ==
* Páll A. Pálsson. '''Hringskyrfi'''. Birtist í Búnaðarritinu árg. 105, 1992.
* {{Vefheimild|url=http://dyr.is/sidur/sidur.asp?id=75|Vefur Dýralæknafélags Íslands|11. júlí|2005}}
* {{greinarheimild|höfundur=Brynjólfur Sandholt (ritstj.)|grein=Hringskyrfi|titill=Dýralæknatal - Búfjársjúkdómar og saga|útgefandi=Dýralæknafélag Íslands|ár=2004|ISBN=ISBN 9979609540}}