„Hvannabobbi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Posedlost111 (spjall | framlög)
Ný síða: '''Hvannabobbi''' (Vitrina pellucida) er sniglategund. Hvannabobbann má finna um alla Evrópu nema allra syðst. Hvannabobbi heldur sig á rökum stöðum, undir þéttum gróðri,...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. mars 2017 kl. 15:27

Hvannabobbi (Vitrina pellucida) er sniglategund. Hvannabobbann má finna um alla Evrópu nema allra syðst.

Hvannabobbi heldur sig á rökum stöðum, undir þéttum gróðri, í blómstóðum, t.d. hvannstóðum, í skógarbotnum á lækjarbökkum og víðast hvar þar sem raki viðhelst. Finnst einnig í görðum og öðru manngerðu umhverfi. Hann þolir illa hita og þurrk. Kulda þolir hann hins vegar vel og getur verið á ferli jafnt að vetri sem sumri. Hann sést einna helst niðri í gróðursverði, oft undir steinum, trjálurkum og öðru lauslegu. Ef til vill lifir hann öðru fremur á plöntuleifum og öðru rotnandi. Það er þó ekki fyllilega vitað.