„Færeyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
22778811E (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
[[Höfuðborg|Höfuðstaður]] Færeyja er [[Þórshöfn (Færeyjum)|Þórshöfn]] á [[Straumey]] en í sveitarfélaginu eru alls um 20 þúsund íbúar. Heildaríbúafjöldi eyjanna er um 48.500 (árið [[2011]]). Færeyjar tilheyra [[Danmörk]]u og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft [[heimastjórn|sjálfstjórn]] frá [[1948]]. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður [[Lögmaður Færeyja|lögmaður]]. Þjóðþing Færeyinga er kallað [[Færeyska lögþingið|Lögtingið]] og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á [[þjóðþing Danmerkur|Folketinget]], þjóðþingi Dana. [[Sjálfstæðisbarátta Færeyinga]] hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta [[20. öldin|20. aldarinnar]] en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra [[Danmörk]]u.
 
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru [[fiskveiðar]] og [[fiskvinnsla]]. Miklar [[olíulind]]ir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og [[Bretland]]s og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. [[Þjóð]]irnar eru náskyldar, svo og tungumálin [[færeyska]] og [[íslenska]].
 
== Sagamy ass ==
{{Aðalgrein|Saga Færeyja|Færeyinga saga}}
Talið er að [[einsetumaður|einsetumenn]] og [[munkur|munkar]] frá [[Skotland]]i eða [[Írland]]i hafi sest að í Færeyjum á [[6. öld]] og líklega flutt þangað með sér [[sauðfé]] og [[geit]]ur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um [[800]] og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í [[Færeyinga saga|Færeyinga sögu]] fullbyggðust eyjarnar seint á [[9. öld]] þegar norskir menn hröktust þangað undan [[Haraldur hárfagri|Haraldi hárfagra]]. Fyrsti [[landnámsmaður]] Færeyja var að sögn [[Grímur kamban]].<ref>[http://www.snerpa.is/net/isl/fsaga.htm ''Færeyinga saga''. Hjá snerpu.is]</ref> Hann á að hafa búið í [[Funningur|Funningi]] á [[Eysturoy]]. Viðurnefnið er [[Keltneskar þjóðir|keltneskt]] og bendir til tengsla við [[Bretlandseyjar]].