„UMFÍ“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bætt við upplýsingum um verkefni UMFÍ.
Lína 1:
[[Mynd:Fáni Ungmennafélags Íslands - Landssambands ungmennafélaga..jpg|thumb|Fáni Ungmennafélags Íslands - Landssambands ungmennafélaga.]]
'''Ungmennafélag Íslands''' er landssamband ungmennafélaga. Heiti þess er skammstafað UMFÍ. UMFÍ var stofnað 2.- 4. ágúst árið [[1907]]. Fyrsta ungmennafélagið, Umf. Akureyrar, var stofnað á [[Akureyri]] í ársbyrjun [[1906]]. Sambandsaðilar UMFÍ eru nú 18 héraðssambönd og 11 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 300 félög innan UMFÍ með um 160 þúsund félagsmenn.
 
Lína 15 ⟶ 16:
=== '''Unglingalandsmót UMFÍ''' ===
Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum. Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.
[[Mynd:Keppt í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 2016..jpg|thumb|Keppt í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 2016.]]
 
Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin á eftirtöldum stöðum:
# Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík 10.-12. júní 1992
Lína 39 ⟶ 40:
 
=== Landsmót UMFÍ 50+ ===
[[Mynd:Keppendur í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016..jpg|thumb|Keppendur í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016.]]
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.  Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið árið 2011 á Hvammstanga. Það hefur verið haldið á hverju ári síðan þá.
 
Lína 51 ⟶ 53:
 
=== Ungt fólk og lýðræði ===
[[Mynd:Geðheilbrigðismál ungs fólks voru aðalefni ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði árið 2016..jpg|thumb|Geðheilbrigðismál ungs fólks voru aðalefni ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði árið 2016.]]
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðandir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi.
 
Lína 65 ⟶ 68:
'''2014 '''- Stjórnsýslan og við - áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna - Ísafjörður.
 
'''2015 '''- Margur verður af aurum Apiapi - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði - Stykkishólmur. 
 
'''2016 '''- Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi – Selfoss.
 
=== Hreyfivika UMFÍ ===
[[Mynd:Hreyfivika UMFÍ.jpg|thumb|Börn við setningu Hreyfiviku UMFÍ.]]
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhaldshreyfingu og stunda hana reglu - lega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
 
Lína 109 ⟶ 113:
USÚ - Ungmennasambandið Úlfljótur
 
'''Félög með einabeina aðild'''
 
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag
Lína 136 ⟶ 140:
* [http://www.umfi.is/ Vefsíða UMFÍ]
* [https://www.facebook.com/ungmennafelag/ Facebook-síða UMFÍ]
* [http://www.ungmennabudir.is/ Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal]
* [[Unglingalandsmót UMFÍ]]
 
{{stubbur}}