„Sverðfiskur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
22778811E (spjall | framlög)
Ný síða: Sverðfiskur (Xiphias gladius) er all sérstakur fiskur og auðþekktur á langri trjónu, sem gengur fram úr hausnum. Trjóna þessi er efri skolturinn sem teygist svona langt fram....
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 16. janúar 2017 kl. 00:57

Sverðfiskur (Xiphias gladius) er all sérstakur fiskur og auðþekktur á langri trjónu, sem gengur fram úr hausnum. Trjóna þessi er efri skolturinn sem teygist svona langt fram. Sverðfiskur er annars afar rennilegur og langvaxinn fiskur. Hann getur orðið mjög stór eða allt að 450 kg á þyngd og rúmir 4 metrar á lengd. Lengsti fiskur sem veiðst hefur mældist 4,9 metrar.